Andvari - 01.01.1999, Síða 76
74
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
sem orð hafa það sér til ágætis að geta, auk svo margs annars, verið tengi-
liðir eða einskonar leiðarar manna í milli. f einu ljóði bókarinnar, sem
vissulega má flokkast sem ástarkvæði og það ekki af verri endanum, er því
lýst er það undur gerist að í handtaki tveggja einstaklinga verða hendur og
orð „lifandi og fullkomin en ekki aðeins hendur og ekki aðeins orð“. Og í
öðru ljóði, sem hefst á orðunum „Horfnu þúsundáralönd smánæturinnar“,
er orðunum beitt að hætti symbolista til að kalla fram sæluástand hugans
með því að finna þessari kennd samsvörun í öræfakyrrð íslenskrar sumar-
nætur og með vísun út fyrir hana til handanlægs, horfins og kyrrstæðs veru-
leika:
fullkomni
sofandi alheimur
sem glitrar ennþá handan við síkvik vötn.
En í þessu kvæði er ákall höfundar um að tungu sinni sé veitt „skírsla í
eldi“ og við skynjum glímu skáldsins við orðin, enda eru einkunnarorð
bókarinnar þau að öll tunga sé erlend, og á öðrum stað hefur skáldið kvæði
með þeim orðum að það segi „alltaf færri og færri orð“ og ráðleggur mönn-
um í framhaldi af því að fara varlega með orð.
Ekki verður annað sagt en að skáldið fylgi eftir þeim einkunnarorðum sín-
um að fara varlega, ef ekki beinlínis sparlega, með orð, því næsta bók sem
ber heitið Fá ein Ijóð kemur fyrst út átján árum síðar og fylgir nafni, þar
sem ljóðin sem bókin hefur að geyma eru jafnmörg og árin eða átján tals-
ins. Það er ljóst að Sigfús er ekki í hópi þeirra skálda sem kappkosta að
sýna sem mest „afköst“ á sviði ljóðlistarinnar og gefa helst út eina bók á ári
við mikinn fögnuð fjölmiðla og launasjóða, en vera má að þegar upp er
staðið vegi átján ljóð eftir Sigfús þyngra en átján bækur annarra. En Fá ein
Ijóð bera þess merki að skáldið hefur setið meira en átján ár í heimahög-
um. Það skynjar sig ekki lengur sem þátttakanda í heimsátökum og stadd-
an í iðu stórborgarlífs heldur sem varbúinn og varnarlausan móttakanda
frétta sem líkt er við óhroða og berast utan úr hinum stóra heimi á vegum
vorvindanna:
Vorið blés óhroða, vorið blés óhróðri í augu mér.
Vorkvæði Sigfúsar verður að teljast einstakt í sinni röð, því hér á landi hef-
ur vorið og vorkoman löngum verið uppspretta mikils kveðskapar þar sem
gætir óblandins fagnaðar, og við skynjum í því að eitthvað mikið hefur
breyst hér í tengslum manns og náttúru á síðustu tímum. En þetta kvæði er
ekki ort úti í guðsgrænni náttúrunni heldur í gráma þess staðar sem Sigfús
nefnir í einu ljóði sínu „The City of Reykjavík“ þar sem: