Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 82

Andvari - 01.01.1999, Page 82
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON Guðfeður íslensks flokkakerfis Jón Þorláksson, Jónas frá Hriflu og stjórnmálahugsjónir nýrra tíma Árið 1926 birtist athyglisverður ritgerðabálkur í tímaritinu Eimreiðinni, þar sem þrjár valinkunnar stjórnmálakempur gerðu grein fyrir grundvallarstefnum þriggja af þeim fjórum stjórnmálaflokkum sem þá áttu sæti á Alþingi.1 Mark- mið Sveins Sigurðssonar ritstjóra með þessu framtaki var, að hans sögn, að fræða kjósendur um innihald stjórnmálanna á þeim tímamótum þegar kosn- ingaréttur var orðinn svo til almennur. „Vanþekkingin er alstaðar hættuleg,“ skrifaði hann í inngangi bálksins, „og ekki sízt í þeim málum, sem svo miklu varða heill alþjóðar eins og stjórnmálin." Að mati ritstjórans var rétt fræðsla undirstaða þess að kjósendur gætu „greint kjamann frá hisminu, blekkingam- ar frá veruleikanum, hag heildarinnar frá eigin hagsmunum. Aukin sönn mentun, og með henni aukin þekking og dómgreind, er öruggasta ráðið til þjóðþrifa.“2 Greinarflokknum var því ætlað að hjálpa almenningi til að taka rökstudda afstöðu í stjórnmálum og treysta með því stoðir lýðræðisins. Þótt greinaflokkur Eimreiðarinnar hafi tæpast uppfyllt að öllu leyti hin háleitu markmið ritstjórans er hann samt sem áður allrar athygli verður. Á þessum árum voru íslensk stjórnmál að mótast upp á nýtt að sjálfstæðis- baráttunni lokinni og þá hafði flokkaskipanin ekki enn fest í því fari sem hún átti eftir að þræða næstu áratugina. Þetta var því tími óvissu og tæki- færa í stjórnmálunum, af því að þá stóðu kjósendur ekki aðeins frammi fyr- ir þeim vanda að velja sér þann stjórnmálaflokk sem þeir töldu best túlka vilja sinn og hagsmuni, heldur var orðræða stjórnmálanna enn ómótuð og opin fyrir nýjum leiðum og túlkunum. Þá var hin pólitíska veröld íslend- inga „opin eins og hinum upprennandi æskumanni“, svo gripið sé til lík- ingamáls Jóns Sigurðssonar sem hann notaði við lýsingu á íslenskum efna- hagsmálum að fengnu verslunarfrelsi upp úr miðri nítjándu öld.3 Hér langar mig að kanna nánar stjórnmálahugmyndir tveggja af þeim þremur stjórnmálaforingjum sem lýstu stefnumiðum flokka sinna árið 1926, þ. e. annars vegar þáverandi formanns íhaldsflokksins Jóns Þorlákssonar og hins vegar hugmyndafræðings og tilvonandi formanns Framsóknarflokksins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.