Andvari - 01.01.1999, Síða 82
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Guðfeður íslensks flokkakerfis
Jón Þorláksson, Jónas frá Hriflu og
stjórnmálahugsjónir nýrra tíma
Árið 1926 birtist athyglisverður ritgerðabálkur í tímaritinu Eimreiðinni, þar
sem þrjár valinkunnar stjórnmálakempur gerðu grein fyrir grundvallarstefnum
þriggja af þeim fjórum stjórnmálaflokkum sem þá áttu sæti á Alþingi.1 Mark-
mið Sveins Sigurðssonar ritstjóra með þessu framtaki var, að hans sögn, að
fræða kjósendur um innihald stjórnmálanna á þeim tímamótum þegar kosn-
ingaréttur var orðinn svo til almennur. „Vanþekkingin er alstaðar hættuleg,“
skrifaði hann í inngangi bálksins, „og ekki sízt í þeim málum, sem svo miklu
varða heill alþjóðar eins og stjórnmálin." Að mati ritstjórans var rétt fræðsla
undirstaða þess að kjósendur gætu „greint kjamann frá hisminu, blekkingam-
ar frá veruleikanum, hag heildarinnar frá eigin hagsmunum. Aukin sönn
mentun, og með henni aukin þekking og dómgreind, er öruggasta ráðið til
þjóðþrifa.“2 Greinarflokknum var því ætlað að hjálpa almenningi til að taka
rökstudda afstöðu í stjórnmálum og treysta með því stoðir lýðræðisins.
Þótt greinaflokkur Eimreiðarinnar hafi tæpast uppfyllt að öllu leyti hin
háleitu markmið ritstjórans er hann samt sem áður allrar athygli verður. Á
þessum árum voru íslensk stjórnmál að mótast upp á nýtt að sjálfstæðis-
baráttunni lokinni og þá hafði flokkaskipanin ekki enn fest í því fari sem
hún átti eftir að þræða næstu áratugina. Þetta var því tími óvissu og tæki-
færa í stjórnmálunum, af því að þá stóðu kjósendur ekki aðeins frammi fyr-
ir þeim vanda að velja sér þann stjórnmálaflokk sem þeir töldu best túlka
vilja sinn og hagsmuni, heldur var orðræða stjórnmálanna enn ómótuð og
opin fyrir nýjum leiðum og túlkunum. Þá var hin pólitíska veröld íslend-
inga „opin eins og hinum upprennandi æskumanni“, svo gripið sé til lík-
ingamáls Jóns Sigurðssonar sem hann notaði við lýsingu á íslenskum efna-
hagsmálum að fengnu verslunarfrelsi upp úr miðri nítjándu öld.3
Hér langar mig að kanna nánar stjórnmálahugmyndir tveggja af þeim
þremur stjórnmálaforingjum sem lýstu stefnumiðum flokka sinna árið 1926,
þ. e. annars vegar þáverandi formanns íhaldsflokksins Jóns Þorlákssonar og
hins vegar hugmyndafræðings og tilvonandi formanns Framsóknarflokksins