Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 90

Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 90
88 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI félag þar sem samskipti stéttanna byggi á rétti en ekki mætti, þar sem „hver maður nyti ávaxtanna af erfiði sínu, án þess að beita aðra ólögum“, um leið og hún stuðlaði að því „að hamla móti grimd og ójöfnuði í sam- keppni manna og þjóða.“ Þannig sætti samvinnuhreyfingin höfuðand- stæður stjórnmálanna og forðaði þjóðfélaginu frá byltingu.22 Þótt Jónas hafi í pólitísku starfi sínu yfirleitt verið mjög praktískur stjórnmálamaður,23 sem vann skipulega að því að afla flokki sínum fylgis og byggja upp nútímalegt flokkaskipulag á íslandi, þá beindu hugsjónir hans honum greinilega inn á ákveðnar brautir í lífsstarfi og pólitík. „Megin- styrkur samkeppnisstefnunnar liggur í því, að hún er í samræmi við djúpar rætur í eðli mannsins, við Colosseum-hjarta mannkynsins“, skrifar hann í Komandi árum, og því var nauðsynlegt að bæta þjóðina með réttri mennt- un þegnanna ef snúa átti þróun mannfélagsins frá leið sinni til vísrar glöt- unar.24 Jónas lagði af þessum sökum ofuráherslu á bætta menntun og upp- eldi á íslandi í skrifum sínum og athöfnum, enda starfaði hann nær alla ævi að uppeldis- og kennslumálum.25 Leiðarljós hans í þeim efnum var að frelsa Islendinga frá eymd og kunnáttuleysi „með betra uppeldi . . . því það [er] drýgsti vegurinn til sannarlegs þjóðarþroska, ef öllu afli manna í landinu [er] beint að því að gera sem flesta menn færa til að starfa vel og starfa drengilega að því, að byggja upp hið nýja ísland“, eins og hann sagði í grein í Skinfaxa stuttu fyrir fyrri heimsstyrjöld.26 Markmiðið með slíku upp- eldi var að búa manninn undir að vinna gegn meðfæddri ágirnd sinni og samkeppnisanda, eða „drottna yfir anda gullsins“, eins og sagði í langri Skinfaxagrein frá sama tíma, og stuðla þannig að því að vélvæðing og aðrar efnahagslegar framfarir yrðu íslendingum til raunverulegrar blessunar. Ef ekkert var að gert stuðluðu slíkar framfarir aðeins að aukinni misskiptingu auðs, „skapa stórauð fárra manna, og réttlitla, háða örbirgð fjöldans. Ef vél- arnar vinna fyrir manninn til að stytta daglegt brauðstrit hans, til að gefa honum tíma til að vera maður, borgari, þátttakandi í þeim ógrynnis andans auði, sem mannkynið hefir erft, þá fyrst ná þær tilgangi sínum . . ,“27 Þetta var vítahringur samkeppninnar, en hann fólst í því að hún dæmdi meirihlut- ann til ómennskrar fátæktar og fáfræði, sem aftur varð til þess að svo stórum hluta þjóðarinnar sást yfir raunverulega hagsmuni sína. A þennan hátt einan var hægt að skýra það hvers vegna sumir „elta þá ríkustu þótt þeir séu öreig- ar“ - einungis hina fáfróðu, sem bera ekkert skynbragð á almenn mál, má ginna með blekkingum til að kjósa valdafíkna frambjóðendur. Því hlaut þjóðaruppeldið að verða mál málanna, en með „félagslegri mentun og al- mennum framförum“ mátti fækka þeim sem trúðu á kaupmannaverslun og gróðabrall og leiða þá á braut samvinnu innan frjálsra samtaka.28 í hugmyndaheimi Jónasar frá Hriflu tvinnaðist alla tíð saman áhersla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.