Andvari - 01.01.1999, Síða 91
andvari
GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS
89
hans á „sanna“ menntun og trúin á gæsku sveitanna. Kjörorðið „ræktun
lands og lýðs“ var honum mjög tamt, enda trúði hann því af einlægni að
,,við sveitalíf og sveitakjör [alist] upp sá mannstofn, sem heldur uppi heim-
inum.“29 Af þessum sökum hefur Jónas verið kenndur við „varðveislu-
stefnu“ og fjandskap við bæjarlífið,30 en það er ekki fyllilega réttmætt. í
fyrsta lagi var Jónas alls ekki einn um það að trúa á mikilvægi sveitanna
fyrir uppeldi ungmenna - sennilega hafa þeir verið fáir á fyrsta þriðjungi
aldarinnar sem töldu bæi holla uppeldisstaði fyrir börn og unglinga. Jón
Þorláksson var t. d. Jónasi alveg sammála um þetta efni, en hann skrifaði
eitt sinn að landbúnaðurinn væri „uppáhalds-aXv'mnuvQgm landsmanna að
því leyti, að allir, er á slík mál minnast, óska, að hann megi halda áfram að
skipa öndvegissætið meðal atvinnuveganna“. Helstu ástæðu þessa sagði
hann þá „að friðsemi og festa sveitalífsins [væri] miklu betri gróðrarstöð
fyrir borgaralegar dyggðir hjá hverri upprennandi kynslóð heldur en hring-
^ða fjölmennis í borgum og fiskiverum.“31 Hér var því einfaldlega um við-
tekna skoðun að ræða sem átti sér djúpar rætur í uppeldisviðhorfum ís-
lendinga en var alls ekki nein sérviska Jónasar frá Hriflu.32
I öðru lagi bjó Jónas sjálfur í Reykjavík í nálægt því sex áratugi og þótt
hann hafi hvatt til þess að skólar yrðu byggðir í sveitum, fluttist Sam-
vinnuskólinn, sem hann veitti forstöðu í hartnær 40 ár, ekki úr höfuðborg-
inni fyrr en að Jónas sjálfur lét af stjórn hans, og þá gegn hans vilja.33 Hon-
um þótti því greinilega vænt um borgina þrátt fyrir að hann hafi oft hnýtt í
hana. Að lokum má benda á að því fór fjarri að Jónas væri eindregið á móti
verkamannavinnu og sjómennsku. Honum fannst reyndar ekki glæsilegt
Um að litast í Reykjavík við upphaf togaraaldar, en aðbúnaði verkafólks í
bænum lýsti hann svo í Skinfaxa um svipað leyti og hann lagði drög að
stofnun verkamannaflokks í Reykjavík:
Almenn fátækt, húsakynni, fatnaður og fæði af lélegasta tagi. Stundum heil fjölskylda
í einu kjallaraherbergi, og ekkert eftirlit af hálfu þjóðfélagsins. Bækur litlar sem eng-
ar. Skólar engir né uppfræðsla eftir að barnaskóla sleppir.. . . Á togurunum [er] verri
vinna en nokkurn tíma hefir þekkzt áður hér á landi, og er viss leið til bráðrar úrkynj-
unar, ef ekki verður við gert. . . . Og til að kóróna allt, eru skattarnir til almennings-
þarfa lagðir langþyngst á þessa niðurbældu stétt.
Og það var einmitt á þessu sviði sem hann vildi láta gott af sér leiða.
Skuggahliðar bæjarlífsins stöfuðu af misskiptingu auðsins, en voru alls ekki
°hjákvæmileg afleiðing af eðli vinnunnar sem þar var unnin eða ævarandi
fylgifiskur bæjarlífs sem slíks. Verkamenn á sjó og landi sköpuðu auðinn til
jafns á við bændur í sveitum, og báðum var nauðsynlegt að mynda með sér
samtök til sjálfshjálpar. Því minnti hann bændur á að framfarir í sveitum