Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 92

Andvari - 01.01.1999, Page 92
90 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI byggðust á samvinnu þeirra og samtökum og „ef kauptúnabúar vildu nú hjálpa til sjálfir? Ekki ættu drenglyndir menn í sveitum að verða til að kasta fyrsta steininum.“34 Hugur Jónasar frá Hriflu stóð því snemma til þess að sameina krafta verkafólks og bænda með sama markmið í huga, þ. e. að útrýma örbirgð, sem gat af sér „byltingarhug og öfgakenningar“,35 og leiða „vinnandi fólk“ á braut samvinnu innan frjálsra félagasamtaka. En eins og svo oft vill verða með hugsjóna- og mannbótamenn, þá höfnuðu jafnaðarmenn samstarfinu við Jónas, líkt og óþekk börn sem láta illa að stjórn. Þetta kom hvað best fram við myndun Stjórnar hinna vinnandi stétta, en það var einmitt að kröfu Alþýðuflokksins sem Jónasi var hafnað sem forsætisráðherra - hvort sem það var gert að undirlagi samþingsmanna hans í Framsóknarflokknum eða ekki.36 Að mörgu leyti urðu þar þáttaskil í pólitísku starfi Jónasar. Enda þótt áhrif hans í Framsóknarflokknum væru mikil, a. m. k. þar til honum var hafnað á ný við stjórnarmyndun árið 1937, þá einangraðist hann smám saman í flokknum eftir þetta. Ein ástæða þessa stjörnuhraps Jónasar var sjálfsagt sú að hann var aldrei maður málamiðlana, enda var hann „hugsjónamaðurinn sem vissi málstað sinn réttan“, svo vitnað sé til um- mæla Erlends Einarssonar um Jónas,37 og um hinn rétta málstað verður ekki samið. Honum hentaði því illa að taka þátt í hrossakaupum sam- steypustjórna og varð því að víkja fyrir mönnum innan flokksins sem höfðu meiri sveigjanleika, bæði gagnvart sínum eigin flokksmönnum og sam- starfsmönnum í öðrum flokkum. í uppgjöri sínu við leiðtoga Framsóknar- flokksins nærri tveimur áratugum síðar lagði Jónas einmitt þennan skilning í fall sitt úr forystusveit flokksins. í stjórnmálum eru tvenns konar verð- laun, skrifaði hann í inngangsgrein að endurútgáfu Komandi ára, „annars vegar eru völd. Hins vegar eru áhrif.“ Flestir þeirra „sem fást við stjórnmál, sækjast eftir hnossgæti valdanna, oft í sambandi við eftirsóknarverð per- sónuleg hlunnindi. Aðrir sækjast eftir að ná aðstöðu til áhrifa í því skyni að koma hugsjónum sínum í framkvæmd.“ í síðari dilkinn dró Jónas menn eins og Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein, og reyndar sjálfan sig einnig. „Með hliðsjón af . . . sögulegum staðreyndum var mér augljóst að öll rök hnigu í þá átt, að mér hentaði betur hugsjónabarátta en valdastreita“, skrif- aði hann. Slíkum mönnum tekst yfirleitt ekki lengi „að halda sér á tindi lýðræðisvalda“, segir Jónas, og byggir þau orð greinilega á eigin reynslu. „Hlutverk mitt var fyrst og fremst að marka línur hinnar nýju flokkaskip- unar og að gera síðan mitt ýtrasta til að hinir nýstofnuðu flokkar yrðu gagnleg vinnutæki og að ekki skorti framkvæmanleg og þýðingarmikil verkefni.“38 Þegar Jónas leit til baka virðist hann því hafa talið að hlutverki sínu hafi verið lokið snemma á fjórða áratugi aldarinnar, eða a. m. k. rétt- lætti hann hvarf sitt úr leiðtogahópi stjórnmálanna með því að þá hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.