Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 93

Andvari - 01.01.1999, Page 93
ANDVARI GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS 91 flokkaskipunin verið komin í endanlegt horf. Hvort hér bjó að baki raun- veruleg sannfæring hugsjónamannsins eða sjálfsblekking þess sem beðið hefur lægri hlut í hinni pólitísku refskák skal ósagt látið, en ummæli Jónas- ar eru samt ágæt heimild um túlkun hans á gangverki stjórnmálanna og hlutverki sínu í framþróun íslensks flokkakerfis. Hið frjálslynda íhald Sennilega hafa fáir samtímamenn Jónasar frá Hriflu í stjórnmálum verið honum ólíkari að skapgerð en Jón Þorláksson. Jón „var fæddur til að vera í flokki hinna varfærnu í þjóðfélaginu“, skrifaði Jónas um fyrrverandi and- stæðing sinn að honum látnum. „Hann varð mikill forvígismaður einstakl- mgshyggjunnar í landinu. í félagslegum efnum trúði hann á mátt sinn og megin, og hið ítrasta athafnafrelsi einstaklingsins. Þess vegna varð hann einlægur og sannfærður andstæðingur samvinnumanna og sameignarstefn- unnar í landinu.“39 Jónasi var þó hlýtt til þessa pólitíska fjandmanns síns og taldi hann síðar sinn mikilsverðasta andstæðing.40 Sennilega kom þetta að hluta til af því að Jón þótti ákaflega grandvar maður, „ekki vinsæll, en virt- ur. Ekki við alþýðuskap, en traustur, glöggur og greindur. Heiðarlegur and- stæðingur. Ekki maður, sem velti veröldum, en stóð sem óbifanlegur í straumrótinu“, eins og alþýðuflokksmaðurinn Stefán Jóhann Stefánsson orðaði lýsingu sína á Jóni í endurminningum sínum.41 Almennt virðist mönnum hafa verið vel við Jón þótt fáir hafi verið honum nánir. Jónas skýrir þó best sjálfur í fyrrnefndri minningargrein hvers vegna hann mat Jón svo mikils, en þar segist hann, eins og aðrir „sem nálega aldrei áttu samleið með honum,“ hafa kunnað „að meta einlægni hans og stefnufestu vjð þann málstað, sem hann hugði réttan.“42 Jón var því hugsjónamaður eins og Jónas, og sennilega taldi framsóknarmaðurinn íhaldsforkólfinn til- heyra þeim flokki úrvalsstjórnmálamanna sem sóttust eftir áhrifum fremur en völdum. Segja má einnig að með stofnun íhaldsflokksins og síðar Sjálf- stæðisflokksins hafi Jón Þorláksson lokið mótun íslenskrar flokkaskipunar sem Jónas taldi sig hafa hafið með stofnun Alþýðu- og Framsóknarflokks, °g það líkaði Jónasi þótt stjórnmálahugsjónir þeirra væru af ólíkum meiði. Olíkt Jónasi frá Hriflu, sem var ótrúlega afkastamikill í pólitískum greinaskrifum, liggur ekki mikið eftir Jón Þorláksson á prenti um afstöðu hans til stjórnmálanna. Ljóst er að verkfræðingnum féll betur að vinna að verklegum framkvæmdum en stunda pólitísk skrif og af þeim sökum er erf- iðara að gera sér glögga grein fyrir skoðunum hans en Jónasar. Það er þó einkum tvennt sem einkennir stjórnmálaskoðanir Jóns Þorlákssonar eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.