Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 93
ANDVARI
GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS
91
flokkaskipunin verið komin í endanlegt horf. Hvort hér bjó að baki raun-
veruleg sannfæring hugsjónamannsins eða sjálfsblekking þess sem beðið
hefur lægri hlut í hinni pólitísku refskák skal ósagt látið, en ummæli Jónas-
ar eru samt ágæt heimild um túlkun hans á gangverki stjórnmálanna og
hlutverki sínu í framþróun íslensks flokkakerfis.
Hið frjálslynda íhald
Sennilega hafa fáir samtímamenn Jónasar frá Hriflu í stjórnmálum verið
honum ólíkari að skapgerð en Jón Þorláksson. Jón „var fæddur til að vera í
flokki hinna varfærnu í þjóðfélaginu“, skrifaði Jónas um fyrrverandi and-
stæðing sinn að honum látnum. „Hann varð mikill forvígismaður einstakl-
mgshyggjunnar í landinu. í félagslegum efnum trúði hann á mátt sinn og
megin, og hið ítrasta athafnafrelsi einstaklingsins. Þess vegna varð hann
einlægur og sannfærður andstæðingur samvinnumanna og sameignarstefn-
unnar í landinu.“39 Jónasi var þó hlýtt til þessa pólitíska fjandmanns síns og
taldi hann síðar sinn mikilsverðasta andstæðing.40 Sennilega kom þetta að
hluta til af því að Jón þótti ákaflega grandvar maður, „ekki vinsæll, en virt-
ur. Ekki við alþýðuskap, en traustur, glöggur og greindur. Heiðarlegur and-
stæðingur. Ekki maður, sem velti veröldum, en stóð sem óbifanlegur í
straumrótinu“, eins og alþýðuflokksmaðurinn Stefán Jóhann Stefánsson
orðaði lýsingu sína á Jóni í endurminningum sínum.41 Almennt virðist
mönnum hafa verið vel við Jón þótt fáir hafi verið honum nánir. Jónas
skýrir þó best sjálfur í fyrrnefndri minningargrein hvers vegna hann mat
Jón svo mikils, en þar segist hann, eins og aðrir „sem nálega aldrei áttu
samleið með honum,“ hafa kunnað „að meta einlægni hans og stefnufestu
vjð þann málstað, sem hann hugði réttan.“42 Jón var því hugsjónamaður
eins og Jónas, og sennilega taldi framsóknarmaðurinn íhaldsforkólfinn til-
heyra þeim flokki úrvalsstjórnmálamanna sem sóttust eftir áhrifum fremur
en völdum. Segja má einnig að með stofnun íhaldsflokksins og síðar Sjálf-
stæðisflokksins hafi Jón Þorláksson lokið mótun íslenskrar flokkaskipunar
sem Jónas taldi sig hafa hafið með stofnun Alþýðu- og Framsóknarflokks,
°g það líkaði Jónasi þótt stjórnmálahugsjónir þeirra væru af ólíkum meiði.
Olíkt Jónasi frá Hriflu, sem var ótrúlega afkastamikill í pólitískum
greinaskrifum, liggur ekki mikið eftir Jón Þorláksson á prenti um afstöðu
hans til stjórnmálanna. Ljóst er að verkfræðingnum féll betur að vinna að
verklegum framkvæmdum en stunda pólitísk skrif og af þeim sökum er erf-
iðara að gera sér glögga grein fyrir skoðunum hans en Jónasar. Það er þó
einkum tvennt sem einkennir stjórnmálaskoðanir Jóns Þorlákssonar eins