Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 95

Andvari - 01.01.1999, Page 95
andvari GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS 93 laun eru nauðsynleg til þess að halda í gott starfsfólk. Þar að auki hljóta launþegar í frjálsu samfélagi sífellt að knýja á um hærri laun, enda er það eðli slíkra samfélaga að menn gæti hagsmuna sinna, og þá helst með frið- samlegum samtökum. Niðurstaða Jóns er því sú að í „hinni sjálfvirku vél frjálsra viðskipta er eiginhagsmunagæslan sá aflgjafi, sem knýr hvert ein- stakt hjól, en afrek vélarinnar er framleiðsla til fullnægingar allra þörf- um.‘l44 Hinn meginþráðurinn í stjórnmálaskrifum Jóns er óbilandi áhugi hans á verklegum framkvæmdum. Enginn barðist af jafn mikilli sannfæringu fyrir byggingu járnbrauta á íslandi og hann,45 og eitt meginbaráttumál Jóns í stóli borgarstjóra var að hrinda virkjun Sogsins í framkvæmd.46 Af þessum sökum hljómaði íhaldssemin oft einkennilega úr munni Jóns Þorlákssonar, enda varaði hann við upphaf stjórnmálaferils síns eindregið við ofurgætni í opinberum fjárfestin^um - a. m. k. í þeim efnum sem skiluðu greinilegum fjárhagslegum arði. Ihaldsstefnan, skrifaði hann árið 1908 í einni af sínum fyrstu blaðagreinum um stjórnmál, „er svo ótímabær á þessu landi, að ekki getur komið til mála, að meiri hluti þjóðarinnar ljái henni fylgi sitt.“ Það væri alger fjarstæða, sagði hann því næst, „að vilja fresta framkæmd þarf- legs fyrirtækis, þangað til safnast hefir í sjóð nægileg upphæð til þess að kosta framkvæmdina - þegar um arðberandi fyrirtæki er að ræða.“ Þannig eignumst við „aldrei neinn járnbrautarstút og aldrei neina höfn við strend- ur landins“.47 Þegar til kastanna kom varð Jón hins vegar einn helsti frumkvöðull að stofnun íhaldsflokksins og leiðtogi hans þau fimm ár sem flokkurinn starf- aði. Þeir þingmenn sem að flokknum stóðu reyndust ekki miklir áhuga- menn um opinberar fjárfestingar og sameinuðust um það helst að spara í ríkisútgjöldum. Jón viðurkenndi þannig í Eimreiðargrein sinni árið 1926 að einstaklingsfrelsið hafi ekki verið helsta ástæðan fyrir traustu fylgi íhalds- flokksins í upphafi, heldur hafi óttinn um fjárhagslegt sjálfstæði ríkissjóðs °g þjóðar skipt þar mestu máli.48 Undir forystu Jóns Þorlákssonar fjármála- ráðherra einhenti ríkisstjórn íhaldsflokksins á árunum 1924-1927 sér í það að grynnka á skuldum ríkissjóðs, og þrátt fyrir óvenjulegt góðæri í efna- hagslífinu fyrri hluta stjórnartímans voru ríkisútgjöld skorin niður á flestum sviðum.49 Ríkisstjórn Jóns Þorlákssonar kom því ríkisbúskapnum sannar- lega á réttan kjöl eftir tímabil langvarandi hallarekstrar, en hún reisti sér hins vegar fáa varanlega minnisvarða, þrátt fyrir að þar héldi framkvæmda- maður um pyngju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.