Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 95
andvari
GUÐFEÐUR ÍSLENSKS FLOKKAKERFIS
93
laun eru nauðsynleg til þess að halda í gott starfsfólk. Þar að auki hljóta
launþegar í frjálsu samfélagi sífellt að knýja á um hærri laun, enda er það
eðli slíkra samfélaga að menn gæti hagsmuna sinna, og þá helst með frið-
samlegum samtökum. Niðurstaða Jóns er því sú að í „hinni sjálfvirku vél
frjálsra viðskipta er eiginhagsmunagæslan sá aflgjafi, sem knýr hvert ein-
stakt hjól, en afrek vélarinnar er framleiðsla til fullnægingar allra þörf-
um.‘l44
Hinn meginþráðurinn í stjórnmálaskrifum Jóns er óbilandi áhugi hans á
verklegum framkvæmdum. Enginn barðist af jafn mikilli sannfæringu fyrir
byggingu járnbrauta á íslandi og hann,45 og eitt meginbaráttumál Jóns í
stóli borgarstjóra var að hrinda virkjun Sogsins í framkvæmd.46 Af þessum
sökum hljómaði íhaldssemin oft einkennilega úr munni Jóns Þorlákssonar,
enda varaði hann við upphaf stjórnmálaferils síns eindregið við ofurgætni í
opinberum fjárfestin^um - a. m. k. í þeim efnum sem skiluðu greinilegum
fjárhagslegum arði. Ihaldsstefnan, skrifaði hann árið 1908 í einni af sínum
fyrstu blaðagreinum um stjórnmál, „er svo ótímabær á þessu landi, að ekki
getur komið til mála, að meiri hluti þjóðarinnar ljái henni fylgi sitt.“ Það
væri alger fjarstæða, sagði hann því næst, „að vilja fresta framkæmd þarf-
legs fyrirtækis, þangað til safnast hefir í sjóð nægileg upphæð til þess að
kosta framkvæmdina - þegar um arðberandi fyrirtæki er að ræða.“ Þannig
eignumst við „aldrei neinn járnbrautarstút og aldrei neina höfn við strend-
ur landins“.47
Þegar til kastanna kom varð Jón hins vegar einn helsti frumkvöðull að
stofnun íhaldsflokksins og leiðtogi hans þau fimm ár sem flokkurinn starf-
aði. Þeir þingmenn sem að flokknum stóðu reyndust ekki miklir áhuga-
menn um opinberar fjárfestingar og sameinuðust um það helst að spara í
ríkisútgjöldum. Jón viðurkenndi þannig í Eimreiðargrein sinni árið 1926 að
einstaklingsfrelsið hafi ekki verið helsta ástæðan fyrir traustu fylgi íhalds-
flokksins í upphafi, heldur hafi óttinn um fjárhagslegt sjálfstæði ríkissjóðs
°g þjóðar skipt þar mestu máli.48 Undir forystu Jóns Þorlákssonar fjármála-
ráðherra einhenti ríkisstjórn íhaldsflokksins á árunum 1924-1927 sér í það
að grynnka á skuldum ríkissjóðs, og þrátt fyrir óvenjulegt góðæri í efna-
hagslífinu fyrri hluta stjórnartímans voru ríkisútgjöld skorin niður á flestum
sviðum.49 Ríkisstjórn Jóns Þorlákssonar kom því ríkisbúskapnum sannar-
lega á réttan kjöl eftir tímabil langvarandi hallarekstrar, en hún reisti sér
hins vegar fáa varanlega minnisvarða, þrátt fyrir að þar héldi framkvæmda-
maður um pyngju.