Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 96

Andvari - 01.01.1999, Síða 96
94 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI Mjólkursala og markaðsfrelsi íhaldið er nægjusamt. Það gerir litlar andlegar kröfur. . . . Það japlar úrelt orðatil- tæki, sem endur fyrir löngu voru lífsspeki byltingarseggja, sem það myrti eða ofsótti. Trúarsetningar eins og „frjáls samkeppni“ og „framtak einstaklingsins“ voru einu sinni fyrirlitlegur bolsevismi nokkurra hataðra byltingarhunda. Nú hefur reynsla þjóðanna sýnt og sannað, að þetta er dauður nítjándu aldar bókstafur, útslitin flík, sem mannkynið er löngu vaxið upp úr. Hún er jafnvel svo úrelt, að íhaldið er farið að skilja það. . . . Nú talar enginn lengur um „frjálsa samkeppni“ og „framtak einstakl- ingsins" nema afdalaviðrini eins og Morgunblaðið og Vesturland. Svo lýsti Þórbergur Þórðarson viðhorfi sínu til frjálslyndis í anda Jóns Þor- lákssonar í íslenskum stjórnmálum við miðjan þriðja áratuginn.50 I augum Þórbergs var Jón því alls ekki „langt á undan sinni samtíð“, eins og Hannes H. Gissurarson segir um hann í eftirmála útgáfu sinnar á ræðum og ritgerð- um Jóns Þorlákssonar,51 heldur lítið annað en lélegur miðlungsmaður sem boðaði úreltar kenningar og ýtti undir meðalmennsku í menningarefnum. Afstaða Þórbergs til skoðana Jóns Þorlákssonar hefur sjálfsagt mótast að nokkru leyti af því að Jón hafði beitt sér fyrir lækkun styrks til orðasöfnun- ar rithöfundarins - með einstaklega fólskulegum og klunnalegum lygum að sögn orðasafnarans52 - þótt Þórbergur hafi eindregið mótmælt aðdróttun- um af þeim toga. Vantrú Þórbergs á frjálsri samkeppni var þó vitanlega ekkert einsdæmi á þessum árum. Jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hét því í stofnskrá sinni að „vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“,53 reyndust síður en svo ginnkeyptir fyrir hugmyndum fyrsta formannsins, a. m. k. þegar þeir töldu hagsmunum umbjóðenda sinna standa ógn af samkeppni á frjálsum markaði. Þetta birt- ist kannski með hvað eftirminnilegustum hætti í samþykkt laga um af- urðasölu bænda árið 1934,54 en þar gekk meirihluti þingmanna flokksins gegn fyrrverandi formanni sínum og studdi frumvörp samsteypustjórnar Framsóknar- og Alþýðuflokks um miðstýrt skipulag á sölu og verðlagi mjólkur- og sláturvara.55 Baksvið þessarar lagasetningar var tvíþætt. I fyrsta lagi höfðu innflutn- ingshöft í viðskiptalöndum á tímum kreppunnar gert það að verkum að út- flutningur kindakjöts dróst verulega saman, en kjötútflutningur hafði alla tíð verið mikilvægur þáttur í íslenskum landbúnaði. Við það jókst eðlilega kjötframboð á innanlandsmarkaði sem aftur leiddi til verðlækkunar sökum þess að eftirspurn jókst ekki að sama skapi og framboðið.56 Með lögum um fast verð og verðlagsuppbætur var bændum tryggt ákveðið verð fyrir vör- una, hvað sem lögmálum markaðarins leið, og íslenskum neytendum gert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.