Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 100
98 GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON ANDVARI ískar hugsjónir forystumannanna. í reynd er þó alls ekki ljóst hversu ein- huga flokksmenn voru um hugmyndafræði frumkvöðlanna. Sjálfstæðis- flokkurinn lagði sannarlega áherslu á mikilvægi frjálsrar samkeppni í stefnuskrá sinni og í mörgum málum á Alþingi, en trúin á hagkvæmni markaðarins var þó ekki sterkari en svo að þingmenn flokksins fórnuðu markaðsfrelsinu án hiks ef það þótti stefna hagsmunum mikilvægra kjós- endahópa í hættu. Eins er greinilegt að þótt samvinnuhreyfingin hafi dafn- að mjög vel undir verndarvæng Framsóknarflokksins, þá mynduðu hug- myndir Jónasar um endursköpun þjóðfélagsins með byltingu í uppeldismál- um aldrei kjölfestu í stefnu flokksins. Þegar Jónas, aldinn að árum, leit yfir farinn veg sá hann vatnaskil í ís- lenskum stjórnmálum snemma á fjórða áratugnum. Frá því Bjarni Thorar- ensen hóf að yrkja ljóð sín við upphaf nítjándu aldar og fram yfir Alþingis- hátíðina 1930, hélt hann fram, réðu vökumenn ríkjum í íslensku þjóðlífi, en þeir höfðu andlega reisn og verklegar framfarir þjóðarinnar að leiðarljósi. Á fjórða áratugnum tóku hins vegar við forystunni sjösofendur, en æðsta hugsjónalíf þeirra „snerist fyrst og síðast um fjármuni til eyðslu og skemmt- unar.“ Sem dæmi um slíka forystumenn tók Jónas þá kynslóð sem komst í forsæti í flokki hans á þessum árum, en hún byggði að hans mati ekki á hugsjónaarfi aldamótanna, heldur vildi nota stjórnvaldið til þess eins að „inna af hendi lögboðna vinnu við dagleg störf.“71 Þótt vonbrigði Jónasar í þessum orðum beinist fyrst og fremst gegn fyrrverandi samstarfsmönnum í Framsóknarflokki er samt ekki laust við að hann sakni þeirra/daga þegar hugsjónir réðu pólitísku vali manna í flokka fremur en von um stundarhag eða setu í valdastólum. Jón Þorláksson, sem minnst er fyrir flest annað en rómantík, hélt út á braut stjórnmálanna með svipað í huga. „Hugsjónirnar eru eins og fögur en viðkvæm blóm“ segir hann, þá nýlega kominn tíl starfa á íslandi eftir áralanga námsdvöl í Kaupmannahöfn, í opnu bréfi til þing- eyska bóndans og skáldsins Guðmundar Friðjónssonar, „meðan sólskin er og blíða, breiða þær út blöðin í allri sinni fegurð, en þegar kaldur gustur blæs yfir, draga þær saman krónuna, byrgja fegurð sína og drúpa höfði.“72 Erfitt er að meta til fullnustu framlag Jóns Þorlákssonar og Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu til íslenskra stjórnmála. Kemur þar bæði til að stjórnmála- saga þessara tveggja norðlensku bændasona endaði með mjög ólíkum hætti - Jón hvarf af sviði landsmálanna aðeins örfáum mánuðum fyrir andlát sitt á meðan Jónas mátti berjast áratugum saman í hálfgerðri pólitískri eyði- mörk við sína eigin arfleifð - og sú staðreynd að erfitt er að fastákvarða hvernig pólitískar hugsjónir tengjast og móta daglega starfsemi stjórn- málaflokka. Saman túlkuðu þeir samt öðrum betur þær leiðir sem íslensk- um kjósendum stóðu opnar á mótum nýrra tíma; verkefni þeirra var hið sama, nýsköpun íslensks þjóðfélags, þótt leiðirnar sem þeir vildu fara væru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.