Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 107

Andvari - 01.01.1999, Side 107
ANDVARI HVAÐ ER RÓMANTÍK? 105 það sé túlkað, svo að greint sé frá reynslu bókmennta- og mælskufræðings- ins Paul de Man?5 Verðum við að láta okkur nægja þann óljósa «grun» sem skáld þýskrar rómantíkur gerðu iðulega að yrkisefni sínu, eða getum við vænst þess að stóri sannleikurinn komi um síðir í leitirnar? Margir hafa að vísu reynt að nálgast slíkan sannleika, t.d. með því að tína til ýmiss konar fyrirbæri, ritverk og höfunda sem skáld og bókmenntafræðingar hafa ein- hvern tíma auðkennt með orðunum rómantík, rómantískur eða róman- tíker, en reynslan hefur því miður sýnt að þau fyrirbæri eiga sér ekki alltaf einhvern augljósan samnefnara þegar vel er að gáð. Oft hafa þau jafnvel gert lesendur ennþá ruglaðri í ríminu. Þetta má útskýra með nokkrum dæmum úr íslenskri bókmenntasögu. Jónas Hallgrímsson er venjulega talinn einn helsti «brautryðjandi róman- tísku stefnunnar á íslandi», og þarf vart að treysta þá staðhæfingu mörgum tilvitnunum. Hér verður látið nægja að vísa til nýlegra skrifa Páls Valssonar í Islenskri bókmenntasögu III.6 En Halldór Laxness hefur líka verið orðað- ur við rómantík: «Hann hefir alt af verið og mun alt af verða rómantískt skáld», sagði Sigurður Nordal árið 1940 og hafði einkum í huga veruleika- lýsingar Halldórs í sögunum um Sölku Völku, Bjart í Sumarhúsum og Ólaf Kárason: «alt stækkar og ummyndast, tekur á sig nýja liti og líki í huga hans».7 Einnig Thor Vilhjálmsson hefur margsinnis verið kallaður róman- tíker. Það gerði t.d. Kolbrún Bergþórsdóttir í ritdómi sínum um Náttvíg ár- ið 1991,8 og í grein frá 1971 vék Ólafur Jónsson sömuleiðis að «hinum stóru rómantísku skáldritum Thors», Fljótt fljótt, sagði fuglinn og Ópi bjöllunn- ar.9 Og nú er ef til vill ástæða til að staldra örlítið við og spyrja: Hvað eiga þessir þrír íslensku höfundar sameiginlegt annað en að vera mikilsmetin skáld? Varla nægir það til að gera þá rómantíska. Benedikt Gröndal hélt því reyndar fram að rómantíkin væri sameiginleg eign allra höfuðskálda vegna þess að hún lægi í eðli allra góðra skáldverka, sama frá hvaða tíma þau væru.10 Án rómantíkur er enginn skáldskapur til, sagði hann iðulega. En þó að Gröndal sé stundum talinn mesti rómantíker okkar íslendinga, er olíklegt að þetta sjónarmið hans njóti almennrar hylli bókmenntafræðinga nútímans, enda væru lýsingarorðin rómantískur og skáldlegur eða bók- menntalegur þar með gerð að nokkurs konar samheitum. Samt koma um- mæli hans algjörlega heim og saman við velþekktar hugmyndir Friedrich Schlegels og annarra frumkvöðla þýskrar rómantíkur um aldamótin 1800 sem staðhæfðu oft að í vissum skilningi væri allur skáldskapur rómantískur eða ætti að minnsta kosti að vera það.11 En hér dugir ekki að byggja alfarið á ummælum þeirra höfunda sem fyrstir mótuðu hugtakið rómantík í nútímaskilningi. Þó að það sé vissulega tilbúið fyrirbæri, var það ekki skapað í eitt skipti fyrir öll og einkaréttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.