Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 117

Andvari - 01.01.1999, Page 117
andvari HVAÐ ER RÓMANTÍK? 115 því að íslensk rómantík einkenndist af heppilegri blöndu raunsæis og hug- sæis. Poestion greindi sem sagt milli rómantíkur sem bókmenntalegra ein- kenna, stefnu og tímabils, og þótt hann ræði almennt um íslenska rómantík er athyglisvert að Bjarni Thorarensen er eina skáldið sem hann orðar bein- línis við þá stefnu. í bók sinni um Steingrím Thorsteinsson bætti hann reyndar Jónasi Hallgrímssyni í flokk rómantfkera, en leit á önnur íslensk skáld sem sporgöngumenn þeirra. Pau séu síðgotungar sem haldi fram þeirri rómantísku stefnu sem Bjarni og Jónas mörkuðu.42 Pær hugmyndir sem Poestion setti fram í bók sinni hafa reynst afar líf- seigar í íslenskri bókmenntasögu. Að sönnu tala þar flestir um rómantískt tímabil og það alllangt, a.m.k. frá 1830 til 1880 eða jafnvel til 1930. Hins vegar er stórlega dregið í efa að íslendingar hafi nokkurn tíma myndað rómantískan skóla eða stefnu né eignast nokkrar bókmenntir eða skáld sem séu í raun og sannleik rómantísk þegar þau eru lesin niður í kjölinn. «Islendingar þurftu ekki neinn rómantískan gauragang», sagði Sigurður Nordal í sinni þekktu ritgerð «Samhengið í íslenzkum bókmentum» frá 1924, og lét þar bæði í ljós efasemdir sínar um að þessi stefna hafi náð til Is- lands og neikvæða afstöðu sína til hennar.43 Sigurður var samt ákafur tals- niaður «hinnar nýju rómantíkur» millistríðsáranna, en sú stefna var hins vegar ólíkt þjóðlegri (og þar með «heilbrigðari» og «lífvænlegri») en sú evrópska rómantík 19. aldar sem hann gerði jafnan að viðmiðun sinni og Var þegar löngu úrelt að dómi hans: Mikið af rómantískum bókmentum Pjóðverja og Norðurlandabúa er lítt lesandi fyrir nútíðarmenn, en með íslendingum var það Benedikt Gröndal (yngri) einn, sem lét þá stefnu raska jafnvægi sínu, svo að fám af kvæðum hans er lífvænt. (xxx) Eðlilegt er að skýra þessi ummæli Sigurðar Nordals um rómantíkina út frá þeirri menningarpólitík sem hann rak, en hún einkenndist mjög af andúð á erlendum áhrifum: «Vér megum ekki við því, að rithöfundar vorir svigni eins og strá fyrir hverjum goluþyt bókmenta-tízku, er um Norðurálfuna blæs, og verk þeirra verði svo framtíðinni ónýt», sagði hann (xxx). íslensk skáldverk mat hann fyrst og fremst út frá «þjóðlegu gildi» þeirra og þar áttu hin rómantísku erfitt uppdráttar. í íslenzkri lestrarbók 1400-1900 felldi ^igurður t.d. þann neikvæða dóm yfir kvæðum Gröndals að þau væru ýmist «bragðdauf eða full af rómantískum órum» (226). Og þessir «rómantísku °rar» gátu augljóslega eitrað út frá sér og spillt því sem þó var í sjálfu sér bfvænlegt. Um Kristján Fjallaskáld sagði Sigurður að hann hefði vafalaust verið «mikið skáld að eðlisfari». Hann náði hins vegar litlum þroska að mati Sigurðar, og meðal ástæðna þess nefndi hann: «hafði skáldskapur Eenedikts Gröndals ill áhrif á smekk hans og stíl». Pað þarf því ekki að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.