Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 118
116
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
koma neinum á óvart þótt kvæði hans «hverfi nú óðum úr gildi fyrir bætt-
um smekk og bjartari lífsskoðun» (266).
Ekki er ólíklegt að fagurfræðilegir dómar Sigurðar Nordals hafi orðið til
að breyta afstöðu almennings til þessara tveggja skálda og annarra sem
orðaðir voru við rómantík, svo sem Steingríms Thorsteinssonar og Gísla
Brynjúlfssonar, draga úr vinsældum þeirra og mikilvægi í bókmenntalegu
hefðarveldi okkar íslendinga þar sem «samhengið» og «hið þjóðlega» hafa
jafnan verið í hávegum höfð. Á tímabili voru lýsingarorðin rómantískur og
íslenskur jafnvel notuð sem nokkurs konar andheiti. Þetta kemur vel fram í
bókmenntasögulegu yfirliti Einars Ólafs Sveinssonar frá 1929. Þar fór hann
m.a. nokkrum orðum um Þjóðsögur Jóns Árnasonar og benti á að róman-
tíska stefnan ætti heiðurinn af því að hafa dregið þennan fjársjóð fram í
dagsljósið:
En það er hér ef til vill sérstaklega vert að minnast þess, að íslenzka rómantíkin gerði
þetta, án þess að setja nokkur rómantísk fingraför á sögurnar. Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar eru með öllu órómantískt rit. Þær eru aðeins íslenzkar.44
í sömu ritgerð skýrði Einar Ólafur einnig það hve lítið ber á «rómantískum
öfgum» í íslenskum bókmenntum með orðunum: «ísland er ekki vel til þess
fallið, að vera vagga sjúklegra drauma» (143). Hljóta ekki þeir sem skoða
rómantíkina frá þessu þjóðernislega sjónarhorni líka að vænta þess að
raunveruleg þjóðskáld okkar íslendinga séu með öllu órómantísk, - og
jafnvel reyna að sýna fram á að svo sé? Um önnur skáld er engin þörf að
ræða.
Þegar íslenskar bókmenntasögur og bókmenntasöguágrip eru lesin kem-
ur líka í ljós að Bjarni Thorarensen er nánast eina skáldið sem menn virð-
ast ekki hika við að kalla rómantíker. í grein frá 1942 komst Þorkell Jó-
hannesson sagnfræðingur t.d. svo að orði:
Eigi nokkurt íslenzkt skáld skilið að kallast rómantískt í anda og sannleika, þá er það
Bjarni Thorarensen. Mér er næst að halda, að það verði ekki sagt um neinn annan ís-
lenzkan höfund.45
Tengsl Bjarna Thorarensens við þessa bókmenntastefnu eru þó alls ekki
fortakslaus. Þótt bæði hann og Jónas Hallgrímsson njóti erlendra áhrifa
«finna [þeir] brátt hinar íslenzku frumlindir og taka þær fram yfir útlenda
rómantík», sagði Sigurður Nordal í íslenzkri lestrarbók (xxv). Síðar í sömu
bók fullyrti hann líka að Bjarni væri «arfþegi Eddukvæðanna í nútíðar-
bókmentum vorum» (108). Þegar Þorleifur Hauksson skoðaði svo skáld-
skap Bjarna út frá skilgreiningum René Welleks á rómantískum skáldskap-
areinkennum, komst hann að þeirri niðurstöðu að slíkra einkenna yrði
naumast vart í kvæðum hans eftir u.þ.b. 1827.46