Andvari - 01.01.1999, Side 121
andvari
HVAÐ ER RÓMANTÍK?
119
Konráðs, - sé rómantískt. Þeir virðast að eðlisfari alveg eins mikið vera gagnrýnir
skarfar eins og hugsjónaríkir guðspjallamenn nýs boðskapar um fegurð, siðgæði,
frelsi og ættjarðarást. Tíðarandinn knýr þá til að sitja á strák sínum.51
Hér setur Stefán lesendurna í raun og veru í hálfgerða klemmu. Voru þeir
Jónas og Konráð rómantískir eða voru þeir fjarri því að vera rómantískir?
Eða gilda hér kannski svipuð rök - bara eilítið umsnúin - og höfð voru um
helsta forvígismann raunsæisstefnunnar á Norðurlöndum, rómantíska eld-
hugann Brandes, þ.e. þau að menn geti verið aðalboðberar rómantísku
stefnunnar án þess að vera alltaf sérstaklega rómantískir? Og hvað er Stef-
án eiginlega að fara í lokaorðum sínum, «Tíðarandinn knýr þá til að sitja á
strák sínum»? Er hann kannski að gefa í skyn að þeir Jónas og Konráð hafi
baelt niður raunverulegar skoðanir sínar, tilfinningar og gagnrýnisanda í
þeim textum sem þeir birtu opinberlega, eins og svo oft er sagt um hina
borgaralegu og siðavöndu höfunda Biedermeier-tímans, - sem reyndar var
nánasta samtíð þeirra Fjölnismanna?
5. Forsendur íslenskrar rómantíkur
Eitt af brýnustu verkefnum þeirra sem rannsaka íslenska bókmenntasögu
19. aldar er að reyna að skýra þversagnakennd ummæli á borð við þessi. I
því samhengi hljótum við að hugleiða hvaða þættir hafa mótað sýn okkar
tíl rómantíkurinnar, og þar skiptir auðvitað miklu máli hvaða viðmiðanir
eru hafðar í huga þegar rætt er um hana. Aðhyllumst við sömu viðhorf og
Eogi Th. Melsteð, sem taldi að við yrðum að «leita til útlanda og athuga
þar hinar andlegu hreifingar, er vjer viljum fá rjettan skilning á upphafi nú-
tíðar bókmennta vorra»,52 eða tökum við undir þau sjónarmið sem Einar
Olafur Sveinsson hélt fram í grein sinni «íslenzkar bókmentir eptir sið-
skiptin» frá 1929: «Ekki er þörf að ræða hér um hina rómantísku hreyfingu
1 öðrum löndum. Það eitt skiptir máli sem að íslandi veit» (142).
Og ef við leitum til útlanda, til hvaða landa og höfunda horfum við þá?
Er t.d. nóg að einblína á þýskar og enskar bókmenntir frá þremur fyrstu
aratugum 19. aldar, eins og allflestir hafa gert, eða verðum við að beina
sjónum okkar í fleiri áttir? Ef við veljum fyrrnefnda möguleikann, þá verð-
urn við líka að vera viðbúin að taka þeim afleiðingum sem Kristinn E.
Andrésson víkur að í bók sinni, Ný augu. Eftir að hafa gert grein fyrir hinu
þekkta kvæði Novalis «Lofsöngvum til næturinnar» frá 1797, og birt nokk-
Ur brot úr því í þýðingu sinni segir hann:
Þetta sýnishorn fleygasta skáldskapar ætti að gera mönnum ljóst að á Islandi hafa
aldrei verið rómantísk skáld. Þó má segja að Bjarni Thorarensen komist því næst.53