Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 122

Andvari - 01.01.1999, Side 122
120 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Sennilega geta flestir verið sammála Kristni E. um að íslenskar bókmenntir séu næsta fátækar að skáldskap sem á beina og ótvíræða samleið með róm- antískum kveðskap Novalis. Pað er hins vegar ástæða til að velta því fyrir sér hvort slíkur kveðskapur sé nærtækasta viðmiðunin þegar rætt er um ís- lenskar bókmenntir frá tímabilinu 1830-1880. Þýsk rómantík er að vísu afar miðlæg í evrópskri bókmenntasögu 19. ald- ar. Hún er hin upprunalega eða eiginlega rómantík, segja margir, og þar koma hvað skýrast fram ýmsir þeirra þátta sem greina hana frá öðrum bók- menntastefnum. Það er líka aðallega um þennan straum rómantíkur sem menn tala þegar þeir lýsa henni sem öfgastefnu og uppreisn gegn fræðslu- viðleitni og skynsemistrú upplýsingarinnar og skáldskaparhugmyndum nýklassisismans. En um leið er vert að hafa í huga að um evrópskar bók- menntir 19. aldar runnu fleiri straumar og að margir þeirra stóðu okkur Is- lendingum mun nær en þýsk rómantík, bæði landfræðilega og í tíma. Hér má t.d. nefna nokkrar af þeim fjölmörgu síð- eða eftirrómantísku kvíslum sem norrænir og þýskir bókmenntafræðingar nefna rómantisma, Bieder- meier, skáldlegt raunsæi og ídealisma til að aðgreina þær frá hinni upp- runalegu rómantík. Sumar þessara stefna voru óneitanlega mun hófstilltari, raunsærri og klassískari en þýsk rómantík aldamótanna, enda var þar oft reynt að samræma rómantíska fagurfræði borgaralegum viðhorfum. Mörg norræn skáld 19. aldar sóttu auk þess mun meir til þeirrar klassísku fagur- fræði sem Goethe og Schiller héldu fram en rómantískra skáldskaparhug- mynda og því hafa norrænir bókmenntafræðingar stundum gripið til orð- anna «norræn klassík» («nordisk klassicisme») þegar þeir lýsa verkum þeirra.54 Einhverra hluta vegna hafa íslenskir bókmenntafræðingar sjaldan gefið þessum straumum nokkurn gaum eða talið vert að víkja orðum sínum að þeim, þótt bókmenntaleg greining þeirra og hugtakanotkun virðist oft bjóða upp á slíkan samanburð.55 Þetta er kannski ekki svo einkennilegt séu íslensk skáld 19. aldar skoðuð sem síðgotungar eða epígónar upp til hópa og því haldið fram að þau semji verk sín í anda bókmenntastefnu sem þeg- ar sé liðin undir lok í öðrum löndum. Að slíkum möguleika ýjaði Einar Ol- afur Sveinsson reyndar í grein sinni «Undan og ofan af um íslenzkar bók- menntir síðari tíma» frá 1930 (235), að öllum líkindum undir áhrifum frá því viðhorfi Brandesar að danskar bókmenntir 19. aldar séu 30-40 árum á eftir þróuninni í öðrum Evrópulöndum. Þau ummæli Páls Valssonar í íslenskri bókmenntasögu III að þeir Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson séu «góðir fulltrúar fyrir þá megin- strauma rómantíkur sem voru áhrifamestir í þeirra eigin samtíð» (288) virðast hins vegar svífa í lausu lofti, a.m.k. þegar Jónas er annars vegar, því að Páll rekur þróun evrópskrar rómantíkur ekki miklu lengra en til þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.