Andvari - 01.01.1999, Page 130
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
Bókmenntasaga, þýðingar
og sjálfsþýðingar
Hugleiðingar um stöðu Gunnar Gunnarssonar
í íslenskri bókmenntasögu
i
Eitt af því sem flækir íslenska bókmenntasögu er staða íslensk-skandinavísku höf-
undanna, sem skrifa verk sína á erlendum málum. Þau verk verða eiginlega ekki hluti
af íslenska bókmenntakerfinu fyrr en búið er að þýða þau, þótt segja megi að höf-
undarnir sjálfir séu með að minnsta kosti annan fótinn í kerfinu. Þýðingarnar gegna í
þessu tilviki sérstaklega mikilvægu hlutverki, þv£ þeim er meðal annars ætlað að stað-
festa verkin sem afurð íslenskra rithöfunda.1
Þegar staða Gunnars Gunnarssonar í íslenskri bókmenntasögu er hugleidd
koma strax upp í hugann ýmis vandamál tengd þeirri staðreynd að hér er
um íslenskan höfund að ræða sem lengst af starfsævi sinnar var búsettur í
Danmörku, frumsamdi stærstan hluta höfundarverks síns á dönsku þar til
hann á gamals aldri tók til við að endurskrifa eða þýða verk sín á móður-
málið, þrátt fyrir að mörg þeirra lægju þegar fyrir í góðum - og jafnvel frá-
bærum - þýðingum annarra höfunda. Ég get tekið undir tilvitnuð orð Ást-
ráðs Eysteinssonar hér að ofan, að staða íslensk-skandinavísku höfundanna
flækir íslenska bókmenntasögu, enda hefur komið á daginn að bókmennta-
söguritarar hafa heykst mjög á því erfiða verkefni að marka þessum höf-
undum stað innan hinnar íslensku bókmenntasögu: eyðurnar blasa við jafnt
í prentuðum bókmenntasögum og í þeirri bókmenntaumræðu sem fram fer
á ýmsum vettvangi í samfélaginu. í nýlegri magistersritgerð sinni kallar Jón
Yngvi Jóhannsson verk íslensk-dönsku rithöfundanna „útúrdúr úr íslenskri
bókmenntasögu“, en ritgerð Jóns Yngva (sem vonandi kemst á prent sem
fyrst) er líklega besta tilraunin sem gerð hefur verið til að staðsetja við-
komandi höfunda innan íslenskrar bókmenntasögu.2
Staða Gunnars er jafnvel enn flóknari en hinna íslensk-skandinavísku
höfundanna einmitt vegna sjálfsþýðinga hans: Hvaða texta á að velja þegar