Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 130

Andvari - 01.01.1999, Page 130
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR Bókmenntasaga, þýðingar og sjálfsþýðingar Hugleiðingar um stöðu Gunnar Gunnarssonar í íslenskri bókmenntasögu i Eitt af því sem flækir íslenska bókmenntasögu er staða íslensk-skandinavísku höf- undanna, sem skrifa verk sína á erlendum málum. Þau verk verða eiginlega ekki hluti af íslenska bókmenntakerfinu fyrr en búið er að þýða þau, þótt segja megi að höf- undarnir sjálfir séu með að minnsta kosti annan fótinn í kerfinu. Þýðingarnar gegna í þessu tilviki sérstaklega mikilvægu hlutverki, þv£ þeim er meðal annars ætlað að stað- festa verkin sem afurð íslenskra rithöfunda.1 Þegar staða Gunnars Gunnarssonar í íslenskri bókmenntasögu er hugleidd koma strax upp í hugann ýmis vandamál tengd þeirri staðreynd að hér er um íslenskan höfund að ræða sem lengst af starfsævi sinnar var búsettur í Danmörku, frumsamdi stærstan hluta höfundarverks síns á dönsku þar til hann á gamals aldri tók til við að endurskrifa eða þýða verk sín á móður- málið, þrátt fyrir að mörg þeirra lægju þegar fyrir í góðum - og jafnvel frá- bærum - þýðingum annarra höfunda. Ég get tekið undir tilvitnuð orð Ást- ráðs Eysteinssonar hér að ofan, að staða íslensk-skandinavísku höfundanna flækir íslenska bókmenntasögu, enda hefur komið á daginn að bókmennta- söguritarar hafa heykst mjög á því erfiða verkefni að marka þessum höf- undum stað innan hinnar íslensku bókmenntasögu: eyðurnar blasa við jafnt í prentuðum bókmenntasögum og í þeirri bókmenntaumræðu sem fram fer á ýmsum vettvangi í samfélaginu. í nýlegri magistersritgerð sinni kallar Jón Yngvi Jóhannsson verk íslensk-dönsku rithöfundanna „útúrdúr úr íslenskri bókmenntasögu“, en ritgerð Jóns Yngva (sem vonandi kemst á prent sem fyrst) er líklega besta tilraunin sem gerð hefur verið til að staðsetja við- komandi höfunda innan íslenskrar bókmenntasögu.2 Staða Gunnars er jafnvel enn flóknari en hinna íslensk-skandinavísku höfundanna einmitt vegna sjálfsþýðinga hans: Hvaða texta á að velja þegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.