Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 136

Andvari - 01.01.1999, Síða 136
134 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ANDVARI í grein sinni „Kalda stríðið“ ræðir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir útilok- un íslensk-kanadískra rithöfunda frá hinu íslenska bókmenntakerfi og þá um leið úr íslenskri bókmenntasögu. Guðrún Björk heldur því fram að nokkurs konar menningarlegt kalda-stríðsástand hafi ríkt á Islandi í garð bóka skrifaðra á ensku af íslensk-kanadískum rithöfundum á árunum 1923-1994, sem birtist í því að verk þessara höfunda eru hvorki þýdd eða gefin út á íslensku og því er alfarið hafnað að þau geti talist til íslenskra bókmennta á nokkurn hátt.12 Aðalástæða þessa fjandskapar í garð umræddra verka (sem sum hver eru mjög góð og hafa hlotið viðurkenningar í Kanada og víðar) segir Guðrún Björk að sé að sú mynd sem höfundarnir draga upp af íslandi í verkum sín- um stangist á við þann íslenska raunveruleika sem endurspeglaður er í verkum skrifuðum á íslensku af innlendum höfundum. Það er framandleiki þessara texta sem gerir það að verkum að þeim er hafnað af hérlendu bók- menntakerfi. Skoðun Guðrúnar Bjarkar er hins vegar sú að íslenska bók- menntakerfið ætti að taka við þessum verkum, ekki þrátt fyrir framand- leikann heldur einmitt vegna hans, að sú mynd sem þessi verk dragi upp af íslandi - mynd útflytjandans - ætti að vera partur af okkar bókmenntasögu en ekki eyða innan hennar. Ástæða þessarar eyðu er af menningarpólitísk- um rótum runnin, að mati Guðrúnar Bjarkar; íslendingar eru ekki tilbúnir til að „mæta framandlegri ásýnd íslenskrar menningararfleifðar í Vestur- heimi með umburðarlyndi og skilningi.“13 Þessi orð Guðrúnar Bjarkar minna ekki lítið á umsagnirnar um verk Gunnars Gunnarssonar sem fjallað var um hér að framan og sýna að lítið hefur breyst í viðhorfum íslendinga til slíkra bókmenntalegra „útúrdúra“, svo aftur sé vísað til orðalags Jóns Yngva Jóhannssonar. IV En hver er þá staða hins tvítyngda rithöfundar Gunnars Gunnarssonar í bókmenntasögulegu samhengi í dag? Ég þykist hafa sýnt fram á að tví- tyngdir höfundar njóta síður en svo alltaf ávaxta í samræmi við þá elju sem felst í því að skrifa verk sín á tveimur tungumálum og gefa þau út innan tveggja bókmenntakerfa. í stað þess að skipa sér í örugg sæti innan bók- menntasagna beggja kerfanna - eða í báðum þeim löndum sem um er að ræða - þá vilja þessir höfundar þvert á móti lenda í tómarúmi. Þeir lenda á milli vita, svo að segja, og þar sem verk þeirra ættu í mörgum tilvikum að skipa heiðurssæti er eyða. Þessi eyða er augljós, beinlínis „stingur í augun“ í tilviki Gunnars Gunnarssonar. Þannig er hann til dæmis alveg horfinn úr dönskum bókmenntasögum þrátt fyrir að hann hafi verið með afkasta-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.