Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 137

Andvari - 01.01.1999, Síða 137
ANDVARI BÓKMENNTASAGA, ÞÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR 135 mestu, virtustu og mest lesnu höfundum bókmennta á danska tungu á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Og komið hefur á daginn að þessi afkastamikli, sérstaki og vandaði höfundur á heldur ekki vísan stað í ís- lenskum bókmenntasögum. Verk Gunnars Gunnarssonar eru fráleitt eins mikið lesin, rannsökuð og rædd og umfang þeirra, andríki textans, fagur- fræðilegt gildi, sem og skemmtigildi, ætti að gefa tilefni til. Hins vegar er það jafn ljóst að sú skoðun sem oft skýtur upp kollinum á vettvangi bók- menntaumræðunnar á íslandi, að verk Gunnars séu svo til fallin í gleymsku, er ekki byggð á neinum gildum rökum. Illugi Jökulsson skrifar pistil í dagblaðið Dag til varnar rannsóknum Art- húrs Björgvins Bollasonar á tengslum Gunnars Gunnarssonar við þýska nasista. Grein Illuga snýst þó fljótlega upp í afar fordómafullt mat á endur- skriftum eða sjálfsþýðingum Gunnars á eigin skáldsögum. Illugi byrjar á því að hampa þeirri goðsögn „að síðustu áratugina [hafi] orðstír Gunnars látið mjög á sjá og núorðið [megi] heita að varla lesi hann nokkur maður, nema þeir sem eftir eru af gömlu lesendunum og svo sérstakir áhugamenn um bókmenntir.“ Ástæður þessa falls verka Gunnars í áliti, sem Illugi gefur sér, segir hann vera sök Gunnars sjálfs: /. . ./ sjálfur gerði hann sér reyndar afar erfitt fyrir hér á landi, og má meir að segja heita að hann hafi prívat og persónulega eyðilagt sjálfur alla möguleika sína á að ís- lensk þjóð geti metið bækur hans að verðleikum. Pað gerði Gunnar með því að þýða sjálfur bækur sínar á íslensku af dönsku og gera þær þýðingar að hinni opinberu út- gáfu þeirra /. . ,/.14 Hér eru á ferðinni tvær goðsagnir (eða ranghugmyndir) um Gunnar og verk hans. Sú fyrri er að verk Gunnars séu ekki lengur lesin af íslenskum lesendum og sú síðari er að með sjálfsþýðingunum hafi hann „eyðilagt“ verk sín. Fyrri goðsögnina er auðvelt að hrekja með því að athuga útlán á verkum Gunnars á bókasöfnum. Það hef ég sjálf gert nokkrum sinnum og í öll þau skipti sem ég hef athugað hvort verk Gunnars séu „úti“ eða „inni“ á bókasöfnum hefur mikill hluti þeirra verið í útláni.15 Síðari goðsagan heyrist endrum og eins í bókmenntaumræðunni þar sem hver étur upp eftir öðrum án þess að hafa kannað málið sjálfur. Þröstur Helgason hefur borið saman hin „þrjú andlit Fjallkirkjunnar“, þ.e. danska frumtextann, þýðingu Halldórs Laxness og sjálfsþýðingu Gunn- ars Gunnarssonar. (Samnefnd grein Þrastar birtist í Andvara 1997.) Þar víkur Þröstur að tilvist þessarar umræðu (sem ég kalla goðsögn): Um þýðingar Gunnars og Halldórs á Fjallkirkjunni hefur annars lítið verið skrifað. Margt hefur hins vegar verið skrafað og kannski ekki síst nú síðustu mánuði eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.