Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 137
ANDVARI
BÓKMENNTASAGA, ÞÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR
135
mestu, virtustu og mest lesnu höfundum bókmennta á danska tungu á
þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Og komið hefur á daginn að þessi
afkastamikli, sérstaki og vandaði höfundur á heldur ekki vísan stað í ís-
lenskum bókmenntasögum. Verk Gunnars Gunnarssonar eru fráleitt eins
mikið lesin, rannsökuð og rædd og umfang þeirra, andríki textans, fagur-
fræðilegt gildi, sem og skemmtigildi, ætti að gefa tilefni til. Hins vegar er
það jafn ljóst að sú skoðun sem oft skýtur upp kollinum á vettvangi bók-
menntaumræðunnar á íslandi, að verk Gunnars séu svo til fallin í gleymsku,
er ekki byggð á neinum gildum rökum.
Illugi Jökulsson skrifar pistil í dagblaðið Dag til varnar rannsóknum Art-
húrs Björgvins Bollasonar á tengslum Gunnars Gunnarssonar við þýska
nasista. Grein Illuga snýst þó fljótlega upp í afar fordómafullt mat á endur-
skriftum eða sjálfsþýðingum Gunnars á eigin skáldsögum. Illugi byrjar á
því að hampa þeirri goðsögn „að síðustu áratugina [hafi] orðstír Gunnars
látið mjög á sjá og núorðið [megi] heita að varla lesi hann nokkur maður,
nema þeir sem eftir eru af gömlu lesendunum og svo sérstakir áhugamenn
um bókmenntir.“ Ástæður þessa falls verka Gunnars í áliti, sem Illugi gefur
sér, segir hann vera sök Gunnars sjálfs:
/. . ./ sjálfur gerði hann sér reyndar afar erfitt fyrir hér á landi, og má meir að segja
heita að hann hafi prívat og persónulega eyðilagt sjálfur alla möguleika sína á að ís-
lensk þjóð geti metið bækur hans að verðleikum. Pað gerði Gunnar með því að þýða
sjálfur bækur sínar á íslensku af dönsku og gera þær þýðingar að hinni opinberu út-
gáfu þeirra /. . ,/.14
Hér eru á ferðinni tvær goðsagnir (eða ranghugmyndir) um Gunnar og
verk hans. Sú fyrri er að verk Gunnars séu ekki lengur lesin af íslenskum
lesendum og sú síðari er að með sjálfsþýðingunum hafi hann „eyðilagt“
verk sín. Fyrri goðsögnina er auðvelt að hrekja með því að athuga útlán á
verkum Gunnars á bókasöfnum. Það hef ég sjálf gert nokkrum sinnum og í
öll þau skipti sem ég hef athugað hvort verk Gunnars séu „úti“ eða „inni“
á bókasöfnum hefur mikill hluti þeirra verið í útláni.15 Síðari goðsagan
heyrist endrum og eins í bókmenntaumræðunni þar sem hver étur upp eftir
öðrum án þess að hafa kannað málið sjálfur.
Þröstur Helgason hefur borið saman hin „þrjú andlit Fjallkirkjunnar“,
þ.e. danska frumtextann, þýðingu Halldórs Laxness og sjálfsþýðingu Gunn-
ars Gunnarssonar. (Samnefnd grein Þrastar birtist í Andvara 1997.) Þar
víkur Þröstur að tilvist þessarar umræðu (sem ég kalla goðsögn):
Um þýðingar Gunnars og Halldórs á Fjallkirkjunni hefur annars lítið verið skrifað.
Margt hefur hins vegar verið skrafað og kannski ekki síst nú síðustu mánuði eftir