Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 139

Andvari - 01.01.1999, Page 139
ANDVARI BÓKMENNTASAGA, PÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR 137 í þessum fáu orðum er að finna mikilvægar upplýsingar, að mínu mati. í orðum Gunnars um að hann hafi ekki haft „ráð á að skrifa á móðurmál- inu“ hlýtur að felast sá kjarni að ef hann hefði haft ráð á því hefði hann gert það. Að skrifa á móðurmálinu hafi verið æskilegt, að skrifa á dönsku verri kostur en nauðsynlegur vegna aðstæðna. Út frá þessum orðum má þá vel álykta að sálfræðilegir þættir hafi ráðið mestu um það að Gunnar réðst í þetta mikla verkefni á gamals aldri, hann var að uppfylla gamlan draum. Og þessi draumur tengist einmitt spurningunni sem ritdómararnir spurðu snemma á öldinni: „Er þessi höfundur góður íslendingur?“ Óhætt að fullyrða að þrátt fyrir nokkra tortryggni í byrjun hafi Gunnar smám saman unnið á innan hins íslenska bókmenntakerfis. í grein sem Kristinn E. Andrésson skrifaði í tilefni af sextugsafmæli skáldsins standa þessi orð: Gunnar Gunnarsson er frægðarhugsjón íslendinga holdi klædd, eftirmynd fomíslend- ingsins, höfðingjasonur er tekur sér ungur fari með óþekktum kaupmanni, stígur á land á ókunnri strönd, lendir í ýmsum hrakningum þar til hann stendur einn dag í mikilli höll frammi fyrir hásæti konungs, leggur honum höfuð sitt í skaut, gerist kon- ungi handgenginn, vinnur með honum óendanleg afrek, er mesta hetja sem sögur fara af allt til Miklagarðs, stökkvir hersveitum óvina á flótta, gengur í hauga eftir gulli, hleður skip sín gersemum, er í kærleikum við drottningu eða næstum kvæntur systur konungs þegar hann vetur einn, hirð allri til undrunar, tekur ógleði mikla er ágerist unz kemur upp úr dúrnum að hann þráir út til íslands og halda honum engin bönd, heitorð né kóngsríki, og leysir konungur hann þá út með miklu fé og fríðu föruneyti og drottningin dregur gullhring á hönd hans, og íslendingurinn, hinn frækni hirðmaður konungs, sezt að búi heima í sveit sinni.20 Með því að líkja Gunnari á þennan hátt við hetjur íslendingasagna er Kristinn E. Andrésson að orða íslenskan draum sem enn lifir góðu lífi meðal þjóðarinnar: Drauminn um íslendinginn sem öðlast frægð erlendis en snýr síðan heim til föðurlandsins aftur. Síðara atriðið tel ég að skipti hér höfuðmáli. Vegna þess að Gunnar sneri aftur - eins og nafni hans í túnfæt- inum - var hann tekinn í sátt og honum sýndur heiður. Hann var ekki leng- ur svikari eða landráðamaður íslenskrar tungu, en slík var skoðun margra um íslenska rithöfunda sem skrifuðu á erlendum málum. Og kannski var sú skoðun ekki síst það sem nagaði þessa höfunda sjálfa - meðvitað og ómeð- vitað. Jón Yngvi Jóhannsson segir í ofannefndri rannsókn sinni á viðtökum við verkum dönsk-íslensku höfundanna: Það virðast hafa ríkt nokkuð skiptar skoðanir um dönsk-íslensku höfundana á öðr- um og þriðja áratugnum. Menn sveiflast á milli þess að vera stoltir af afrekum þeirra erlendis og að fyrirlíta þá fyrir svik við föðurlandið og skrumskælingu þess í útlönd- um.21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.