Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 141

Andvari - 01.01.1999, Side 141
ANDVARI BÓKMENNTASAGA, ÞÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR 139 hann hafi verið haldinn djúpri sektarkennd sem átti rætur að rekja til tveggja ólíkra en þó tengdra þátta: Annars vegar til dauða móður hans árið 1897 (þegar Gunnar var átta ára) og hins vegar til þeirrar staðreyndar að hann yfirgaf ísland. Sektarkenndin verður „primus motor“ í listrænu starfi Gunnars, segir Arvidsson, og af henni spretta tvö markmið: Að verða fræg- ur og virtur rithöfundur og í gegnum listræna sigra sína að vinna sér aftur sess sem íslendingur; bókmenntalegur frami hans átti að verða endurlausn hans, sætta hann við örlög sín (að þurfa að yfirgefa móðurtunguna) og sætta hann við þjóð sína.24 Sigurjón Björnsson sálfræðingur er sammála túlkun Arvidsson, eins og fram kemur í verki hans um Gunnar Gunnarsson og Fjallkirkjuna, Leiðin til skáldskapar, og margir þekkja.25 Sveinn Skorri Höskuldsson gengur jafn- vel enn lengra en þeir Arvidsson og Sigurjón Björnsson þegar hann eykur við meinta sektarkennd Gunnars (vegna dauða móðurinnar og brottflutn- ingsins) og nefnir til sögunnar eiginlegt framhjáhald Gunnars, en hann eignaðist son utan hjónabands í Danmörku. Sveinn Skorri segir að sektar- kenndina vegna þessa megi m. a. merkja af skáldsögunni Svartfugl sem fjallar um framhjáhald og tvöfalt morð.26 Mér virðist mega leiða að því nokkuð gild rök að rætur þeirrar ákvörð- unar Gunnars Gunnarssonar að endursemja á íslensku þau skáldverk sín sem hann hafði skrifað á danska tungu liggi í flóknu samspili sektarkennd- ar þess manns sem yfirgaf föðurlandið og móðurtunguna, „hélt framhjá“ (í fleiri en einum skilningi), og hugmyndarinnar um friðþægingu og um leið endurheimt íslensks þjóðernis og viðurkenningu íslensku þjóðarinnar. Gunnar vildi vinna aftur trúnað þjóðar sinnar og sinn sess í íslenskri bók- menntasögu með því að skila þjóðinni verkum sínum á íslensku. Hvort honum hafi tekist þetta ætlunarverk sitt er síðan önnur spurning sem tím- inn verður að svara. TILVÍSANIR 1 Ástráður Eysteinsson. Tvímœli. Þýðingar og bókmenntir. Reykjavík: Bókmenntafræði- stofnun, Háskólaútgáfan 1996, bls. 267. 2 Sjá Jón Yngvi Jóhannsson. Á íslenskum búningi. Óprentuð magistersritgerð í íslenskum bókmenntum. Háskólabókasafn 1998. Ritgerðin, sem er um 300 blaðsíður, fjallar að stór- um hluta um viðtökur við verkum 12 dansk-íslenskra höfunda á íslandi og í Danmörku. Tilvitnanir í ritgerðina eru birtar með góðfúslegu leyfi höfundar. 3 Ástráður Eysteinsson, 1996, bls. 256. 4 Ástráður Eysteinsson, 1996, bls. 256. 5 Kristinn E. Andrésson. Um íslenskar bókmenntir. Ritgerðir II. Reykjavík: Mál og menn- ing 1979, bls. 298. 6 Jón Helgason. „Ritfregnir“. Skírnir 1916, bls. 312. 7 Jón Helgason, 1916, bls. 312-313.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.