Andvari - 01.01.1999, Síða 141
ANDVARI
BÓKMENNTASAGA, ÞÝÐINGAR OG SJÁLFSÞÝÐINGAR
139
hann hafi verið haldinn djúpri sektarkennd sem átti rætur að rekja til
tveggja ólíkra en þó tengdra þátta: Annars vegar til dauða móður hans árið
1897 (þegar Gunnar var átta ára) og hins vegar til þeirrar staðreyndar að
hann yfirgaf ísland. Sektarkenndin verður „primus motor“ í listrænu starfi
Gunnars, segir Arvidsson, og af henni spretta tvö markmið: Að verða fræg-
ur og virtur rithöfundur og í gegnum listræna sigra sína að vinna sér aftur
sess sem íslendingur; bókmenntalegur frami hans átti að verða endurlausn
hans, sætta hann við örlög sín (að þurfa að yfirgefa móðurtunguna) og
sætta hann við þjóð sína.24
Sigurjón Björnsson sálfræðingur er sammála túlkun Arvidsson, eins og
fram kemur í verki hans um Gunnar Gunnarsson og Fjallkirkjuna, Leiðin
til skáldskapar, og margir þekkja.25 Sveinn Skorri Höskuldsson gengur jafn-
vel enn lengra en þeir Arvidsson og Sigurjón Björnsson þegar hann eykur
við meinta sektarkennd Gunnars (vegna dauða móðurinnar og brottflutn-
ingsins) og nefnir til sögunnar eiginlegt framhjáhald Gunnars, en hann
eignaðist son utan hjónabands í Danmörku. Sveinn Skorri segir að sektar-
kenndina vegna þessa megi m. a. merkja af skáldsögunni Svartfugl sem
fjallar um framhjáhald og tvöfalt morð.26
Mér virðist mega leiða að því nokkuð gild rök að rætur þeirrar ákvörð-
unar Gunnars Gunnarssonar að endursemja á íslensku þau skáldverk sín
sem hann hafði skrifað á danska tungu liggi í flóknu samspili sektarkennd-
ar þess manns sem yfirgaf föðurlandið og móðurtunguna, „hélt framhjá“ (í
fleiri en einum skilningi), og hugmyndarinnar um friðþægingu og um leið
endurheimt íslensks þjóðernis og viðurkenningu íslensku þjóðarinnar.
Gunnar vildi vinna aftur trúnað þjóðar sinnar og sinn sess í íslenskri bók-
menntasögu með því að skila þjóðinni verkum sínum á íslensku. Hvort
honum hafi tekist þetta ætlunarverk sitt er síðan önnur spurning sem tím-
inn verður að svara.
TILVÍSANIR
1 Ástráður Eysteinsson. Tvímœli. Þýðingar og bókmenntir. Reykjavík: Bókmenntafræði-
stofnun, Háskólaútgáfan 1996, bls. 267.
2 Sjá Jón Yngvi Jóhannsson. Á íslenskum búningi. Óprentuð magistersritgerð í íslenskum
bókmenntum. Háskólabókasafn 1998. Ritgerðin, sem er um 300 blaðsíður, fjallar að stór-
um hluta um viðtökur við verkum 12 dansk-íslenskra höfunda á íslandi og í Danmörku.
Tilvitnanir í ritgerðina eru birtar með góðfúslegu leyfi höfundar.
3 Ástráður Eysteinsson, 1996, bls. 256.
4 Ástráður Eysteinsson, 1996, bls. 256.
5 Kristinn E. Andrésson. Um íslenskar bókmenntir. Ritgerðir II. Reykjavík: Mál og menn-
ing 1979, bls. 298.
6 Jón Helgason. „Ritfregnir“. Skírnir 1916, bls. 312.
7 Jón Helgason, 1916, bls. 312-313.