Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 148
146
BIRNA BJARNADÓTTIR
ANDVARI
vinnukonu fyrir kynþroskaaldur. Hann rifjar upp orð móður sinnar, þau
sem voru ekki laus við beiskju. En hver er hún? Hún vissi eiginlega aldrei
hvað hún var, nema það að hún var ekki barn. Líkt og hjá föðurnum fór til-
finningalífið að mestu forgörðum í uppvexti hennar.
í húsinu rifjar maðurinn upp sögur af lífi þessarar konu sem var búin að
fá sig fullsadda af börnum löngu áður en hún átti sjálf börn og varð óhjá-
kvæmilega móðir, að minnsta kosti líkamlega séð, segir sonur hennar. Og
hvað finnur hann? Hann finnur vitneskjuna um þá nytsemi sem er ekki
sprottin af mannúð eða tillitssemi, hvorki í lífi einstaklinga né þjóða, og
hvernig nytsemishugsunin er sprottin af foreldravaldinu. Líkt og í lífi föð-
urins, fékk móðirin aldrei tækifæri til að sækja rétt sinn. Hlutskipti hennar
var að lifa örlög móður sinnar, konu sem háði lífsbaráttuna í skynleysi
manns og náttúru. Það sem maðurinn finnur í hugsun um líf móður sinnar
eru mótsagnakenndar setningar hennar eins og „Móðir mín tók mig fram
yfir aðra. Öllu var kyngt á mig“ (38). Fyrir vikið finnur hann aftur sam-
viskubitið gagnvart örlögum móður sinnar, hvað honum fannst undarlegt
að vera sonur móður sem hafði mátt þola glæp náttúrunnar gegn konum:
að fæða börn í heiminn sökum eðlis en ekki vilja og hann hugsar:
Fæðingin varð að eins konar synd, almennur glæpur gegn konum yfirhöfuð, og
kannski er getnaðurinn og fæðing mannsins í heiminn ekkert annað en illvirki, alls-
herjar glæpur náttúrunnar gegn frelsi kvenna. (38)
Það sem maðurinn finnur einnig í sögum af móður sinni er tregðulögmál
mannlegrar reynslu; hvernig foreldrar sá í börnin sín einsemd og tómi vamar-
leysis, þetta sem maðurinn kallar eilífa sáningu foreldra í sál barna sinna.
Guð og sonur hans mega sín lítils í samanburði við áhrifamátt þessa mann-
lega og sínálæga frjókorns. Eins og maðurinn greinir líka frá, tekur hvísl
móðurinnar í eyra sonarins á kvöldin, rétt fyrir svefninn, fjarlægu fagnaðar-
erindi kristninnar fram. Mamma, skynjar drengurinn, fyllir tóm guðs. Og
það er þess vegna sem honum ber að vara sig á henni.
En skaðinn er skeður og maðurinn endursegir söguna sem hann heyrði
móður sína fara með, aftur og aftur, þegar hann var barn, söguna um það
þegar afi hans rak konu sína burt frá sér:
Þú átt ekki lengur heima hér.
Móðir mín hrökk í kút. Bernska hennar var skyndilega á enda við að heyra þessi
orð. Hún fann það einhvern veginn á sér. Þær námu staðar, stóðu kyrrar og biðu,
næstum að sligast undir þunganum frá saumavélinni.
Þú átt ekki lengur heima hér, endurtók hann lægra í þetta sinn og horfði rólega á
ömmu.
Hún svaraði engu en hann gekk burt og virti hvoruga viðlits.
Nú, hvað er þetta eiginlega? spurði amma út í loftið.