Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 150

Andvari - 01.01.1999, Side 150
148 BIRNA BJARNADÓTTIR ANDVARI formsins og innihalds þess. Ég gat legið tímunum saman, stundum allan daginn við þessa iðju, finna unaðinn við að skynja efnið og efnisleysið bæði í hendi mér og í líf- inu og kannski í listinni um leið, samruna forms og innihalds í tilverunni. (31-32) Þetta er líka maður sem segir eina hlutverk skáldskapar og barna vera „að hafa engan tilgang annan en þann að auðga lífið með því sem væri annars ekki til á meðal fullorðinna.“ (292) Þegar hann er fullorðinn finnur hann aftur tómið, það sem hann fann strax í æsku þegar húsið var ófullgert og þá óskipulögðu víðáttu sem er svo holl börnum, hann finnur dapurlega leit sína að einhverju, því sem finnst aldrei og er ekki gert til fundar heldur gert til að renna grun í tilveru þess. En í ókláruðu húsinu finnur hann sem barn það sem virðist móta seinna fagurfræðilega afstöðu í lífi og list: Hvernig það sem er ólokið og er hálfkarað vekur sérstaka töfra, hvernig tilveran einkennist ekki af því sem er fullgert og tæmt heldur af hugsanlegum möguleikum. (91) í leit að hugsanlegum möguleikum í húsi æskunnar hugsar maðurinn um sorgina sem lífið vekur og hvernig manns eigin sorg hefur engan annan til- gang en þann að vökva tilfinningarnar svo þær þorni ekki upp. Maðurinn rifjar líka upp banalegu móður sinnar og hvernig hann hjá dánarbeði fann fyrir djúpri smán: Dauðastríð móðurinnar vakti minningu um sögu eftir Borges, sögu um konu sem lá fyrir dauðanum en æskublóminn birtist skyndilega á andliti hennar. Hann man að honum fannst hann vera á valdi skáldskaparins, eins og veruleiki sinn væri veruleiki skáldskapar. „Var þá ekkert til nema skáldskapur í lífinu?“, spurði hann sjálfan sig. „Er það sem vekur sögur alltaf einskonar dauðastríð?“ í þessu efni man hann eftir dul- magni bernskunnar, hvernig hugmyndir um skáldskapinn og eðli hans fæddust og hvernig skáld deyr í verki sínu svo því takist að lifa sjálfstæðu lífi. Hér er því ekki haldið fram að dulmagn bernskunnar feli í sér endanlegt svar við spurningunni: Er þá ekkert til í lífinu nema skáldskapur? Það sem maðurinn í húsinu kallar „eitthvað“ og það sem móðir hans segir að enginn geti vitað hvað er getur kannski vísað lesandanum leið: Við liggjum í kássu í rúmi sem er gríðarstór fugl. Ég veit að við notum hann til þess að fljúga í sameiningu út í eitthvað, út í það sem er „eitthvað" og mamma segir að enginn fái að vita hvað það eitthvað er. Aldrei nokkurn tímann. (229) Á sama hátt verður ekki smíðuð haldgóð kenning um hvernig hugsunin um mörk lífs og listar er bundin sköpun og dauða í innra lífinu. En hvernig deyr skáld í verki sínu? Hverju deyr það? Deyr það sjálfu sér til handa lífinu?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.