Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 151

Andvari - 01.01.1999, Page 151
ANDVARI ENDURFÆÐING HARMLEIKS 149 Lögmál um lífið Það eina sem maðurinn segist hafa lært af heiminum og þeim sem honum hefur þótt vænst um eða elskað hvað mest er að „vilja ekki vera eins og þeir, heldur óhræddur við refsingu og útilokun, það að þurfa að standa einn fyrir utan og þrá ekki einu sinni það sem fæst með hlýðni við hugsjón þína“ (271). Hér að framan má sjá þá sköpun sem afstaða af þessu tagi fel- ur í sér og hvernig Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar dregur upp skýlausan vitnisburð skáldsagnahöfundar um föður og móður: Þetta eru ekki aðeins sögur af fátæku fólki sem heyr lífsbaráttu sína í óréttlæti, held- ur eru þær endursagðar handan áráttu manngerðra lögmála, freisting sem er þessum skáldsagnahöfundi með öllu ókunn. Fyrir vikið nálgast lesandi lífið í þessum sögum með þeirri hrifningu sem grípur fólk fái það tækifæri til öðlast hlutdeild í skelfingu annarra, handan skyldubundinnar samfylgd- ar. Þannig getur lesandi orðið hrifningu skelfingarinnar að bráð, þeirrar sem orðin vekja; eins og tilgátan hér að framan segir til um, getur lesandi orðið þátttakandi í hugsun skáldsagnahöfundar um listina séða frá sjónar- hóli lífsins. En er hægt að nálgast enn frekar mörk lífs og listar? Hver er sköpun slíkrar afstöðu ef viðfangsefnið er ekki aðeins „maður í lífinu“, heldur þau manngerðu lögmál um lífið sem fólk ýmist streitist gegn eða lýtur? Hugsun um listina séða frá sjónarhóli lífsins getur verið gjöful upp- spretta. Og líkt og tölukrús mömmu skáldsins, hún sem var „ótæmandi uppspretta dularfulls unaðar, vissrar sorgar og leyndardóms“ (205), svarar seinna bindi skáldævisögu Guðbergs Eins og steinn sem hafið fágar kallinu, vilji lesandi halda áfram að hugsa í fylgd höfundarins um mörk lífs og listar. Sögusviðið er enn sem fyrr Grindavík rétt fyrir miðbik 20. aldar og maður- inn í húsinu endursegir fleiri sögur frá því hann var barn og unglingur. Um leið má greina sköpun þeirrar afstöðu sem minnst hefur verið á þegar kem- ur að lögmálum um lífið, sköpun sem verður til í samræðu skáldsagnahöf- undar við fáein lögmál vestrænnar menningar. Hér verður spurt um þrjú þeirra, þau sem snerta sálina, trú og fegurð. sálirt Guðbergur er að verða sjö ára, seinni heimsstyrjöldin í aðsigi og enginn heima í húsum í Grindavík nema kerlingarnar. Seinna skilur maðurinn ekki hvernig hann gat hlustað endalaust á þær: „En á hvern var að hlusta - vind- inn? - [. . ,]“.3 Skáldskapur þeirra var einstæður, segir maðurinn, byggður á hugviti sem fólst í því að hræra holdinu saman við sálina uns útkoman varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.