Andvari - 01.01.1999, Page 154
152
BIRNA BJARNADÓTTIR
ANDVARI
og sálin vakni fyrst á mörkum sem enginn veit hver eru. Er þessu eins farið
með guðshugmyndina?
trúin
Haustið 1937 horfir drengurinn á móður sína, sem er komin á steypirinn,
skúra gólfin og glíma um leið við uppáþrengjandi og aðgangsharða gesti.
Petta eru bræðurnir að vestan sem eru frelsaðir í trúnni eftir volkið, þeir
sem leggja stundum leið sína í húsið og fylla það af lífsviðhorfi sem hefur:
„einkennt íslenska hugsun ef hún er nokkur önnur en sú að koma sér
áfram eða það að hlýða og kunna að skammast sín svo rækilega að hinn
óhlýðni þóknist að lokum yfirvaldinu [. . .].“ (23-24) Eftir að þeir hafa
knébeygt móðurina með guði sínum liggur hún
afvelta með andlitið klemmt að veggnum og ansaði engu og virtist hafa sofnað. Með-
an hún lá þannig hreyfingarlaus með augnalokin herpt og titrandi fann ég vonbrigðin
yfir að hún hefði látið undan. Hún hefði heldur átt að láta drepa sig, eins og hún
sagði svo oft, en líklega var ekkert að marka hana fremur en aðra sem þóttust vera
eða ætla að gera hitt og þetta en gerðu í lokin allt annað. Ég fann líka til andstyggðar
á trú sem er þannig að með henni er hægt að svívirða og eyðileggja sjálfsvirðinguna,
gera okkur aum með lævísum ráðum og brögðum ráðríks fólks. Ég sá bræðurna í
trúnni nota tækifærið þegar einhver var veikur fyrir, svipað og mamma sem gat næst-
um enga björg sér veitt. í staðinn fyrir að trúin eigi að upphefja manninn og birta
honum sína hverfulu tign ef hún er honum falin og gera hann að raunverulegum
manni, þá niðurlægir hún hann í veikleika sínum. Einhvern veginn skynjaði ég þá að
það er engu líkara en trúin á guð leggist líkt og hræfugl á þá sem lífið hefur beygt
með lögmálum sínum, þegar þeir geta litla björg sér veitt, og hún þykist þá veita þeim
sína lausn, klesstum úti í horni. (32-33)
Hér er tjaldið dregið frá margræðu sviði trúarinnar, þessu sviði sem skáld-
sagnahöfundurinn Guðbergur Bergsson bregður aftur og aftur birtu á í
skáldverkum sínum. Pað sem lesandi skynjar er þessi fundur trúar og von-
brigða, fundur sem vekur á víxl furðu og skelfingu í huga lesandans. Slíkt
er ríkidæmi trúarinnar, fái hún svigrúm, séð frá sjónarhóli lífsins.
Pað sem hægt er að greina er óútskýranleg þverstæða: Hvernig lögmál
um trú grefur undan mótstöðuafli mannsins í stað þess að gera hann hæfari
í glímunni við lífið. Og lesandi spyr forviða í kjölfar orða mannsins: Ef trú-
in á guð á að upphefja manninn, birta honum sína hverfula tign og gera
hann að „raunverulegum manni“; ef hún á að styrkja manninn í trú sinni á
lífið, hvers vegna gerir hún sig þá ánægða með kraftbirtingu niðurlægingar
og veikleika? Skelfingin sækir síðan fast á hæla furðunnar, því í spurn um
möguleika manneskjunnar frammi fyrir sjálfri sér og þeim sem hún elskar,
spyrji maður um trú sína á þeim sem standa manni næst, má sjá sama lög-
mál skerða manngildið. Eru vonbrigðin annars ekki bundin trúnaðarbresti