Andvari - 01.01.1958, Side 12
8
Níels Dungal
ANDVARI
kallað sultarlíf að hafa ekki úr meiru að spila og þeir sem enga
viðbót fengu við Garðstyrkinn, urðu að venja sig við að ganga
oft matarlitlir. Skólabróðir Guðmundar Hannessonar, sem var
nýkominn til Hafnar og mætti G. H. á götu, bafði orð á því
við hann, bve horaður bann væri og liti illa út og spurði, bvort
liann væri veikur. „Nei“, sagði G. H., „ég hefi bara ekkert
borðað í þrjá, ijóra daga“. Vinurinn var betur fjáður og bauð
G. H. þegar inn á veitingabús upp á góða máltíð. Hann sagði
mér, að G. H. hefði öll sín stúdentsár 1 Kaupmannahöfn verið
mjög fátækur, eins og skiljanlegt er, því læknisnámið er dýrt og
heimtar ýmis útgjöld til bóka og verkfæra, og þá hefir sá kostn-
aður orðið að ganga út yfir matinn.
Vitað er, að G. H. langaði mest til að nema verkfræði. En
bvort tveggja var, að óvíst þótti um atvinnumöguleika í þeirri
grein á Islandi á þeim tíma og svo bitt, að námið var dýrt,
ennþá dýrara en læknisfræðin. Enginn efi er á því, að G. H.
befði orðið afbragðs verkfræðingur, því að bann var fæddur
smiður og hafði alla ævi mikinn áhuga fyrir húsasmíÖi, mann-
virkjum og bvers kyns framkvæmdum; en hann kenndi sér sjálfur
búsagerð og kynnti sér margt um verkfræði, svo sem steinsteypu,
og allt þetta kom þjóð lians að góðu haldi seinna meir, þegar
hann tók að beita sér fyrir bættum híbýlabáttum í landinu.
G- H. tók mikinn og virkan þátt í lífi íslenzku stúdentanna
í Kaupmannahöfn, þótti manna fróðastur og skemmtilegastur og
var vel látinn af öllum. Var mér sagt af stéttarbróður okkar, sem
var samtímis bonum í Kaupmannahöfn, að hann befði verið
félagslyndur og vinsæll meðal stúdenta og aldrei átt neinn
óvildarmann.
Embættispróf tók G. H. í janúar 1894 með 1. einkunn. Llrðu
þeir samferða nafnarnir, bann og Guðmundur Björnsson, seinna
landlæknir, og fengu báðir nákvæmlega jafnbáa einkunn, 19734
stig. Guðmundur Magnússon bafði útskrifazt 4 ámm áður.
Læknishæfileikar Guðmundar Hannessonar kornu greinilega
frarn löngu áður en bann bafði lokiÖ prófi. Til marks um það