Andvari - 01.01.1958, Page 17
ANDVARI
Guðmundur Hannesson prófessor
13
þyrfti að gera. Á tilteknum degi var svo konan tekin fyrir, hárið
allt rakað af höfði hennar og hún síðan svæfð. Að því búnu
voru miklar umbúðir settar á höfuð henni. Seinna urn daginn,
þegar hún var vöknuð, kom G. H. til hennar.
„Jæja, kona góð, nú er búið að snúa við í yður heilanum,
hvað segið þér þá?“
„Það þurfti svo sem enginn að segja mér það, ég fann það
undireins og ég vaknaði, að heilinn í mér var orðinn eins og
hann á að vera, og nú er ég öll önnur manneskja og líður vel.
Mikið þakka ég yður fyrir, læknir“.
Annars gerði G. H. sáralítið að því að blekkja sjúklinga sína.
Hann hafði sjálfur litla trú á meðulum, notaði aðeins þau til-
tölulega fáu lyf, sem þá þekktust, sem vitað var að komu raun-
verulega að gagni. En fólkið vildi fá öll möguleg rneðul, dropa,
mixtúrur, áburð og alls konar inntökur, sem voru harla vafasöm
lækningalyf. Þetta var lítt að skapi G. H., sem kærði sig ekki
um að skrifa lyfseðla upp á lyf, sem hann taldi gagnslaus.
Einu sinni kom maður til hans og bað hann um' að láta sig
fá gigtarplástur, því að hann væri svo .slæmur af gigt í bakinu.
„Op hvað ætlið bér svo að sera við þennan plástur, maður
minn?“ spurði G. EI.
„Ég hafði hugsað mér að skella honum á bakið á mér“.
„Þér getið eins skellt honum á Vaðlaheiðina þarna“, sagði G. H.
Ein sagan frá Akureyri er um konu, sem tekið hafði ógleði
mikla, svo að hún neitaði að hafa fótavist, lá stöðugt í rúminu
°g vildi bara bíða dauða síns. G. H. var sóttur til konunnar,
athugaði hana og spurði hana rækilega um sjúkleika sinn. Að
því búnu sagði hann við konuna:
„Jæja, kona góð, þér þurfið engar áhyggjur að hafa af þess-
um krankleika. Þetta batnar á fardögum".
Og viti menn, ekki voru fyrr komnir fardagar en konan stóð
UPP °g var frísk eftir það.
Önnur saga, sem sýnir hvernig fólkið hefir trúað á læknis-
dónra Guðmundar Hannessonar, er um mann, sem kom ríðandi