Andvari - 01.01.1958, Qupperneq 27
ANDVARI
Guðmundur Hannesson prófessor
23
„Steínufestan og kjarkurinn sigrar ætíð, ef nokkur sigurvon er,
bætir hag þjóða, breytir illunr löndum í góð og gerir mennina
frjálsa. Fátæklingshugsunarhátturinn, stefnuleysi og kjarkleysi,
leiðir til vesaldóms og ósjálfstæðis. Þar sem hann ræður, fellur
allt í kaldakol, menntun, atvinnuvegir og frelsi. Hann skapar
ánauð og ógæfu“.
Þessi orð eru jafnsönn í dag og þegar G. H. ritaði þau,
þótt síðan bafi margt verið ritað til að kenna mönnum að trúa
á fátæktina.
Síðan rekur G. H. rækilega stjórnmálasögu Islands í gegnum
aldirnar, hvernig konungar Noregs og Danmerkur sviku eiða
og loforð, en gerðu allt sem þeir gátu til þess að féfletta lands-
menn og gengu jafnvel svo langt að biðja þá að gefa sér fé, eins
og Hákon háleggur gerði, er hann bað alla bændur íslands að
gefa sér eina alin af hverjum hundrað.
Þegar á þeim tíma var talað um, að ísland fengi sjálfstæði,
datt fæstum í hug, að það yrði ekki áfram í konungssambandi
við Danmörku. En G. FI. sýnir fram á, hve illa slíkt samband
bafi gefizt í raun. Þannig var samband Noregs og Svíþjóðar og
einnig Austurríkis og Ungverjalands. Flvort tveggja gafst illa.
Og þegar menn héldu, að sambandið við Dani myndi gefast
betur, skrifar G. H.:
„Það er reyndar undrunarefni, er fróðir menn og skilnings-
góðir telja sambandið við Dani ekki reynt til þrautar. 500 ár er
þó langur reynslutími, og lítt sennilegt, að sú gullöld renni upp
nú, sem aldrei roðaði af fyrri, að þeir kostir sambandsins komi
nú í ljós, sem sagnfræðingar vorir hafa hvergi fundið í sex
aldir".
Síðan gerir G. FI. rækilega grein fyrir skilnaðarhugmynd-
mni og sýnir fram á, að bún er engin ævintýrapólitík. „Þó
ótrúlegt megi virðast, þá hefi ég ekki bitt einn einasta mann,
sem hefir kornizt að þessari niðurstöðu við rækilega yfirvegun
(nl. að samband og vernd sé nauðsynlegt). Menn eru ekki mót-
fallnir skilnaðinum af því, að glöggar ástæður og skýrir reikn-