Andvari - 01.01.1958, Page 41
andvari
Brot úr verzlunarsögu II.
Eftir Þorliel Jóhannesson.
1 Andvara 1957 birtist grein, Brot úr verzlunarsögu, þar sem
rætt var um fyrstu viðleitni íslendinga til þess aS heimta í sínar
hendur umráð yfir verzlun sinni meS stofnun innlendra verzl-
unarfélaga. Yfirlit þetta náSi fram til 1870, en á árunum 1868—
1870 urSu mikil tíðindi í þessari sögu með stofnun Gránufélags-
ins og Verzlunarfélagsins við Húnaflóa 1868—1869, og svo verzl-
nnarfélaga syðra og vestra, við Faxaflóa og Breiðafjörð. Hér á
eftir verSur tilraun gerð aS rekja í stuttu máli sögu verzlana
a Norður- og Austurlandi, frá upphafi fríhöndlunarinnar og
fram um 1870. En af þeirri frásögn mætti Ijósara verða, hversu
astatt var um verzlunarhagi á þessum slóðum og við hvílíkt
ofurefli hér var að etja, er bændur nyrðra hófu samtök sín urn
innlenda verzlun.
A einokunaröld voru verzlunarstaðir eða kauptún nyrðra og
eystra svo sem hér segir:
1- í Húnavatnssýslu og á Ströndum: HöfðakaufstaÖur á
Skagaströnd og Kúvtkur í Reykjarfirði. Kúvíkur voru löngum
úthöfn frá Höfðakaupstað. Var þangað sótt af bændum á norðan-
verðum Ströndum. Bændur úr innsveitum Strandasýslu og Hún-
vetningar allir áttu hins vegar verzlunarsókn til Höfðakmrpstaðar.
hranran af fríhöndlunaröld sóttu þó allmargir bændur úr vestur-
hluta Húnavatnssýslu og úr innsveitum Strandasýslu verzlun
sína vestur í Stykkishólm og jafnvel allt suður til Reykjavíkur.
breyttist þetta, einkum að því er snerti Húnvetninga, um 1825,