Andvari - 01.01.1958, Page 74
70
Aðalgeir Kristjánsson
ANDVARl
lögugóður og vinveittur Islendingum. Sumarið 1849 fór hann
alfarinn frá Islandi, áður en þingi lauk, og var skömmu síðar
gerður innanríkisráðherra Dana. Hægri flokkurinn í Danmörku
var nú hægt og liægt að ná völdunum í sínar hendur og Rosen-
örn fylgdi honum helzt að málum.
Vorið 1849 gerÖist sá einstæði atburður, að 70 manna flokkur,
aðallega Skagfirðingar, riðu norður að Friðriksgáfu, amtmanns-
setrinu á Möðruvöllum, þess erindis að krefjast, að Grímur
Jónsson amtmaður léti af embætti þá um sumarið með góðu,
áður en verr færi. Amtmanni varð svo mikið um, að hann
lézt af slagi skömmu síÖar. Rosenörn beitti sér fyrir, að mál
þetta yrði rannsakað, en sú rannsókn var ekki til lykta leidd,
þegar hann fór af landi burt.
Víðar á landinu var nú farið að brydda á nokkrum mótþróa
gegn embættismönnum, og farið að halda fundi, þar sem fjallað
var um hið fyrirhugaða samband íslands og Danmerkur. Það
var korninn vaxandi sjálfræðisandi með þjóðinni og hann kom
fram í ýmsurn myndum, eins og nú skal greina.
Sveinbjöm Egilsson var gerður að rektor Lærða skólans,
eftir að skólinn var fluttur frá Bessastöðum. Fór skólahaldið fyrst
vel fram, en veturinn 1848—49 fór að brydda á ýmsum óeirð-
um. Síðustu árin á Bessastöðum vom skólasveinar í bindindi,
en það var þá í tízku og var hún komin frá Fjölnismönnum,
nema Jónasi — honum var aldrei mikið urn slíkt gefið. Fjórir
piltar gerðust tregir að ganga í bindindisfélagið í skólanum
haustið 1849 og um jólaleytið var ýmis gleðskapur og dans-
leikir, þar sem skólapiltar kornust í náin kynni við áfengan
drykk og þóttu þau harla góð, því að nú fóru skólasveinar að
ganga úr bindindisfélaginu og stofnuðu með sér leynilegt drykkju-
félag. Þessu máli var skotið til stiftsyfirvaldanna, en það voru
Þorsteinn Jónsson, settur stiftamtmaður, og Helgi Thordersen
biskup. Hann mælti skörulega með því, að nemendur héldu
fast við bindindið, á fundi, sem haldinn var 14. jan. 1850.
Piltar héldu einnig fundi um máliö, og rektor reyndi að miðla