Andvari - 01.01.1958, Side 92
ANDVARI
Andvari.
Tímarit hins íslenzka Þjóðvinafélags.
Eftir Þorkel Jóhannesson.
Arið 1874 kom út fyrsti árgangur af Andvara, tímariti hins
íslenzka Þjóðvinafélags. Má telja Andvara framhald af Nýjum
félagsritum, er Jón Sigurðsson gaf út ásamt stuðningsmönnum
sínum, en af því riti komu alls út 30 árgangar. Sjálft nafnið, Ný
félagsrit, bendir hins vegar rakleitt til elzta tímarits á íslenzka
tungu, rita Lærdómslistafélagsins, sem út ltomu í 15 bindum á
árunum 1781—1796. Rit Lærdómslistafélagsins fjölluðu einkum
um atvinnumál og önnur hagnýt efni. Ný félagsrit fengust rnest
við stjórnmál, það er að segja sjálfstæðismálið. Andvari sameinaði
þetta hvorttveggja frá upphafi, en þó má kalla, að stjórnmálin
þoki að mestu eða öllu, er stjórnardeilan við Dani var til lykta
leidd. — Með þessu hefti lýkur 83. árg. Andvara, en síðan hann
hóf göngu sína, hafa tvö útgáfuár fallið niður, árið 1878 og
árið 1892.
Það ræður af líkum um svo gamalt rit, sem komið hefir út
í líku formi um 85 ára skeið, að þörf myndi vera á nokkurri
breytingu á útgerð þess og viðfangsefnum. Rúm 10 ár eru nú
liðin síðan ég vakti máls á því í stjórn Þjóðvinafélagsins og
útgáfustjóm Menntamálaráðs, að tímabært væri og raunar nauð-
synlegt að hreyta ritinu, stækka það nokkuð í hroti og gera það
að reglulegu tímariti, er kæmi út í 3—4 heftum á ári. Með þeim
hætti skapaðist miklu meira svigrúm, tök yrðu á að hirta miklu
fjölbreyttara efni og betur sniðið við hæfi hins fjölmenna les-
endahóps, sem það væri ætlað. — Þessu máli var reyndar vel