Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 21

Andvari - 01.01.1951, Page 21
andvari Guðmundur Finnbogason 17 flutti í samsæti því, sem vinir hans héldu lionum, þegar hann var sextugur: ,,En þegar ég hugsa um það, hvað helzt hafi einkennt mig frá því að ég man fyrst eftir mér, þá held ég, að það sé þetta, að mér hefir alltaf þótt gaman að fræðast og hugsa og að tala og rita um það, sem ég varð hrifinn af, hvort sem það var smátt eða stórt. Mér finnst skilningsgleÖin og gleÖin af að kynnast því, sem bezt hefur verið hugsaÖ og gert, vera meðal æðstu hnossa tilverunnar, og svo að finna, að maður getur með eigin áreynslu orðið hluttakandi í einhverju þessu og ef til vill fundið nýja útsýn yfir eitthvert atriði." Engum, sem þekkti Guðmund Finnbogason, gat dulizt, að gleðin yfir gróðraröflum lífsins og samhygðin með þeim var höfuðþáttur eðlis hans, driffjöðrin í störfum hans og mestu ráð- andi um viðhorf hans til samstöðu og andófs. Hjá honum bar avallt eitthvað slíkt á góma, og sjaldan minntist hann á neitt, sem honum var ömun að, án þess að það kæmi í ljós, að hann hefði leitað leiða til úrbóta eða hefði tilhneigingu tií þess. Hann var raunar svo gáfaöur og rökskyggn, að hann lokaði engan veginn augunum fyrir því illa og skaðlega. Hann segir: ,,Hvar halda menn að óeinlægni, undirhyggja, óréttlæti og lygar séu meðul til sigurs'? Þar sem menn gleyma því, að sann- leikurinn einn gerir menn frjálsa, sterka og góða . . . Sé það nú synt, að það er hverju góðu málefni til bölvunar, að hið illa sé tekiÖ í þjónustu þess, þá er það ein hin fyrsta skylda hvers manns að standa þar á verÖi, bæði um sjálfan sig og aðra.“ Hann talar og um það, að „hezta vopnið gegn óvættum ntannlífsins, lygum, rógi, svikum og ofbeldi", sé „að nefna þau undir eins réttum nöfnum“, en svo er eðli hans jákvætt, að hann segir, þegar hann er að tala um störf kvenna, að hann v>þi heldur orða þaÖ svo, að þær berjist fyrir hreinleikanum, beldur en gegn óhreinindunum. Hið sama sýna þessi orð hans 1 Lyðmenntun: „Allt of oft láta menn sér eingöngu annt um að uppræta

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.