Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 34
30
Barði Guðmundsson
ANDVARI
Undirrót uppsteytsins móti Hrafni kernur og ljóst fram í frá-
sögninni af Ljárskógafundinum. Þar segir um þá Snorrana og
Vigfús Gunnsteinsson: „Þóttust þeir skilja að engi varð upp-
gangur þeirra ef svo búið stæði ríki Hrafns". Rétt á undan er
greint frá „óþokka“ þeim, sem Hrafn lagði á Snorra fyrir ýfingar
hans í Borgarfirði. Lítum svo á samtal Höskulds Þorvarðssonar
og Hrafns Þorkelssonar, er bandalag var ráðið gegn Eyjólti halta.
Þeir fóstbræður frá Veisu fara að bitta Hrafn „og bar Höskuld-
ur málið upp fyrir honum og mælti: „Spurt rnunt þú hafa óþykkt-
ar svip ísólfs og Eyjólfs til okkar enn að nýju. Nú viljum við
á móti rísa með þínu ráði“. Hann svarar: „Þú segir satt. Eyjólf-
ur vill nú ganga yfir alla þjóð, en þeim þykir ekki til okkar
koma nema til Þorvarðs eins“. Hin sama er meginorsök ófriðar-
ins í báðum tilfellum. Veldi Eyjólfs og Hrafns þykir uggvæn-
lega mikið.
Til baráttunnar við Hrafn Oddsson gengur Sturla Þórðarson
nauðugur. Honum gat ekki dulizt, að við ofurefli var að etja.
En það sker úr, að Snorri ætlar að hefja ófriðinn hvort sem
hann nýtur liðsinnis föður síns eða ekki. í nákvæmlega sömu
klemmu var Þorvarður á Fornastöðum settur. Þegar Höskuldur
sonur hans biður urn hjálp, þá segir Þorvarður: „Síð hefi eg að
þessum málum kvaddur verið. Myndi vera hóglegar að farið, ef
eg réði. Nú fýsi eg eigi mína menn að fara í heimsku þessa“.
Þegar svo Höskuldur reynist óbifanlegur í ófriðaráformi sínu,
lætur Þorvarður eins og Sturla við áeggjun til leiðast að ráðast
í ófæruna með syni sínum.
Kynlegt kann það að þykja, að hinn eyfirzki söguhöfundur
skuli hafa hugann svo ríkt buridinn við Snorra Sturluson og
félaga hans, senr raun ber vitni um. Allir voru þeir húsettir við
Brciðafjörð og er því merkilega langt leitað söguefnis og fyrir-
mynda. En skýringin er nærtæk. Höfundurinn hefir vitað á því
deili, að þeir voru allir af Ljósvetningaætt. Vigfús Gunnsteins-
son og Snorri Pálsson voru sonarsynir Halls prests Gunnsteins-
sonar Þórissonar frá Einarsstöðum í Reykjadal, en Snorri Sturlu-