Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 68

Andvari - 01.01.1951, Page 68
64 Barði Guðmundsson ANDVARI Guðmundur Ólafsson og Þorkell prestur í Síðumúla hljóta allir að hafa verið nákunnugir þeim Kolbeinsstaðafeðgum. Þessir menn eru á hinn merkilegasta hátt höfunch Olkofra þáttar hugstæðir, þegar hann fer að leita gervinafna handa höfðingjunum sex, sem merkastir voru í Skálholtsbiskupsdæmi, er Ölkofra þáttur var ritaður og Ketill í Efstadal átti í gjaldþrotamáli sínu. Sjálfsagt hefir Katli þótt súrt í broti, þá er ættargoðorð lians var dæmt Sturlu Þórðarsyni á Bjamardalsfundinum. Má ætla, að gerðar- mönnum og mörgum öðrum hafi fundizt Iiann lítt til héraðs- stjórnar fallinn, því hæði er hann í heimildum sagður „ágangs- maður við bændur" og svikull í viðskiptum. Ættgöfugur var þó Ketill flestum framar. Foreldrar hans voru af fomum goðaætt- um á alla vegu. Faðirinn kominn í heinan karllegg frá Hámundi heljarskinn, en móðirin frá Ketilbirni gamla að Mosfelli. Ketill er sonur lögsögumanns, bróðir lögsögumanns, systursonur Giss- urar jarls og í frændsemistölu við Noregskonunga. Má nærri geta, hvemig manni þessum hefir fallið það að komast aldrei til neinna þeirra mannvirðinga eða metorða, sem hæfðu liinu tigna ættemi hans. En það er víst, að hvorki hlaut hann ættargoðorðið né síðar sýsluvöld, eftir að Jámsíðulög gengu í gildi. í stað þess hófust til valda á ættstöðvum hans í Árnesþingi og í nærsveitum Hítardals menn, sem þar áttu engar erfðir. Það eru höfðingjarnir, sem Broddi níðir í Ölkofra þætti. Þátturinn er ekki ádeila gegn stjómarfarinu og höfðingjastétt landsins. Hann er heiftþmngið níðrit í skáldsöguformi um nokkra samtíðarmenn höfundar, sem hann vill ná sér niðri á. Harðast verður úti Þorvarður Þórarinsson fyrmm valdsmaður í Ámesþingi og forgöngumaður í skuldaskilamáli Ketils Ketilssonar. Naumast gat nokkurt illmæli á þessum tímum reynzt svo háskalegt þeim, er fyrir varð, sem kynvilluorðrómur, ef almennt var lagður trún- aður á hann. Og það er ekki aðeins orðið argaskattur og sú sér- staða, sem illmælinu er húin í þáttarlok, sem kemur upp um hinn bitra fjandskap höfundar til Þorvarðs. Þá er segir frá brigzl- um Brodda við Guðmund ríka bætir höfundur við: „Skildust

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.