Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 66

Andvari - 01.01.1951, Side 66
62 Barði Guðmundsson ANDVARI staSnæmzt við Snorra goða og illkvittni þá, sem Hrafni er ætluð undir nafni hans, hlaut tilvera Eyjólfs að rifjast upp. Hann vann það verk, sem Snorra er brugðið um að hafa látið ógert. Svo bætist það hér við, að nöfnin Ásgrímur og Eyjólfur hafa sama bókstafafjölda. Einnig horfum við á þá staðreynd, að Vatnsdals- sættin, sem níðið um Ásgrím er miðað við, var til umræðu, þegar Bjarnardalsgerðarmennimir vom kjörnir. Allt ber þetta þannig að sama bmnni. Sama er að segja um upptöku þeirra nafna Þorkels Geitis- sonar og Þorkels Rauða-Bjarnarsonar í goðatal Olkofra þáttar. Gerðarmaðurinn Þorkell prestur hjálpar til að beina huga höf- undar að þeim. Bjamardalur er heitinn eftir Rauða-Bimi, sem þar nam land í fyrstu. Þegar gerðin var kveðin upp, bjó einn málsaðilinn, Sturla Þórðarson, í Svignaskarði. Um leið og hugs- anir þáttarhöfundar hvörfluðu að Bjamardalsgerðinni, lá opið við, að nöfnin RauÖa-Björn, Þorkell og Svignaskarð rifjuðust upp. Gefur þetta góða skýringu á því, hvers vegna Þorkell Rauða- Bjarnarson í Svignaskarði hlýtur þann heiður að komast í goða- talið. Nær hefði þó verið að taka upp nafn Illuga svarta á Gils- bakka eða Þorsteins Egilssonar á Borg, úr því að borgfirzkur höfð- ingi skyldi vera með í goðatalinu, og auðvitað gat höfundur ekki komizt hjá því að láta sér detta í hug forfeÖur Gilsbekkinga og Mýramanna, er hugur hans beindist að sögualdarhöfðingjum í Borgarfirði. En þau vandkvæði fylgja Illuga og Þorsteini, að hvomgur þeirra bar sjö stafa nafn eins og Erlendur sterki. Það er engin tilviljun, að Ásgrímur, Erlendur, Sturla, Þorvarður og Þorgils skarði hljóta gerviheiti, sem eru nákvæmlega sömu lengdar og þeirra eigin nöfn. Aftur á móti er gerviheiti Sighvats Hálfdanarsonar ef til vill einum bókstaf of stutt. Þetta skiptir þó litlu máli, því að engin ástæða var til ] ress að auðkenna Sighvat. Elann verður hvorki fyrir lofi né lasti í þættinum, þótt reyndar andi hlýlega til hans, áður en frásögninni lýkur. Ummæli Brodda við Þorkel Geitis- son eru með alveg sérstæðum hætti og skera sig úr. Þau eru

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.