Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 92

Andvari - 01.01.1951, Side 92
88 Mannrétindayíirlýsing Sameinuðu þjóðanna ANDVARl 2. grein. 1) Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðemis, upp- mna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. 2) Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráða- svæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein. Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 4. grein. Engan mann skal hneppa í þrældóm né nauðungarvinnu. Þrælahald og þrælaverzlun, hverju nafni sem nefnist, skulu bönnuð. 5. grein. Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. , 6. grein. Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkenndir aðilar að lögum. 7. grein. Allir menn skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án manngreinarálits. Ber öllum mönnum réttur til verndar gegn hvers konar misrétti, sem í bága brýtur við yfir- lýsingu þessa, svo og gegn hvers konar áróðri, er miðar til þess að skapa slíkt misrétti.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.