Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 10

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 10
6 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI legurð í Möðrudal, hinu einkennilega landslagi í nánd við bæ- inn og liinu víða og fjölbreytilega útsýni inn til landsins og vest- ur yfir öræfin. Einkum varð hann hrifinn af Herðubreið, sem hann kvaðst hafa litið til á hverjum morgni, þegar hann kom út, og jafnan síðan þótt legurst fjalla. í Möðrudal var nokkur bókakostur, og auk þess fékk Guðmundur lánaðar bækur frá öðrurn bæjum, þó að langar séu þarna bæjarleiðir. Hann hafði bækur með sér í hjásetunni og þegar liann gætti lambfjár að vorinu, og hefur hann lýst því, hvemig hann þá sökkti sér niður í ævintýri Þúsund og einnar nætur. Guðmundur fékk nokkra tilsögn í bóklegum greinum í Möðrudal, en fyrir og eftir fermingu var honum komið fyrir hjá Hannesi Lárusi Þorsteinssyni, sem þá var prestur Fjallamanna. Kenndi séra Elannes honum eitthvað í erlendum málum 02 var honum mjög góður. Fékk Guðmundur þegar orð á sig sem bókamaður og mikill námsmaður, og sextán ára gamall var hann fenginn til að kenna unglingum á Hákonarstöðum á Jökuldal. Hann var í vinnumennsku hjá Stefáni í Möðrudal frá því að hann fermdist og þangað til hann var orðinn seytján ára. En þrá hans eftir bóklegri fræðslu og löngun hans til frama og afreka var of rík til þess, að hann gæti hugsað sér að staðfestast í sveitinni við þá möguleika, sem þar virtust þá fram undan. Og sumarið 1890 skrifaði hann séra Einari Jónssyni í Kirkjubæ í Hróarstungu, en séra Einar hafði þá þegar fengið orð á sig fyrir gáfur og lærdóm. Bað Guðmundur prest að kenna sér undir latínuskólann og kvaðst mundu vinna hjá honum á vorin og sumrin upp í kostnaðinn. Guðmundur beið svarsins með óþreyju, og þegar dráttur varð á, að það kæmi, þraut Iiann þolinmæðina. Fór hann af stað ríðandi og linnti ekki förinni fyrr en hann kom í Kirkjubæ. Séra Einar tók honum frekar dauflega og kvaðst vera búinn að skrifa honum neitunarbréf, þótt ekki væri það komið til skila. En Guðmundi féllst ekki hugur. Elann ítrekaði beiðni sína og lagði mjög að presti um að veita sér viðtöku. Séra Einar spurði hann þá, Iivort hann hygðist verða prestur — eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.