Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 10

Andvari - 01.01.1951, Page 10
6 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI legurð í Möðrudal, hinu einkennilega landslagi í nánd við bæ- inn og liinu víða og fjölbreytilega útsýni inn til landsins og vest- ur yfir öræfin. Einkum varð hann hrifinn af Herðubreið, sem hann kvaðst hafa litið til á hverjum morgni, þegar hann kom út, og jafnan síðan þótt legurst fjalla. í Möðrudal var nokkur bókakostur, og auk þess fékk Guðmundur lánaðar bækur frá öðrurn bæjum, þó að langar séu þarna bæjarleiðir. Hann hafði bækur með sér í hjásetunni og þegar liann gætti lambfjár að vorinu, og hefur hann lýst því, hvemig hann þá sökkti sér niður í ævintýri Þúsund og einnar nætur. Guðmundur fékk nokkra tilsögn í bóklegum greinum í Möðrudal, en fyrir og eftir fermingu var honum komið fyrir hjá Hannesi Lárusi Þorsteinssyni, sem þá var prestur Fjallamanna. Kenndi séra Elannes honum eitthvað í erlendum málum 02 var honum mjög góður. Fékk Guðmundur þegar orð á sig sem bókamaður og mikill námsmaður, og sextán ára gamall var hann fenginn til að kenna unglingum á Hákonarstöðum á Jökuldal. Hann var í vinnumennsku hjá Stefáni í Möðrudal frá því að hann fermdist og þangað til hann var orðinn seytján ára. En þrá hans eftir bóklegri fræðslu og löngun hans til frama og afreka var of rík til þess, að hann gæti hugsað sér að staðfestast í sveitinni við þá möguleika, sem þar virtust þá fram undan. Og sumarið 1890 skrifaði hann séra Einari Jónssyni í Kirkjubæ í Hróarstungu, en séra Einar hafði þá þegar fengið orð á sig fyrir gáfur og lærdóm. Bað Guðmundur prest að kenna sér undir latínuskólann og kvaðst mundu vinna hjá honum á vorin og sumrin upp í kostnaðinn. Guðmundur beið svarsins með óþreyju, og þegar dráttur varð á, að það kæmi, þraut Iiann þolinmæðina. Fór hann af stað ríðandi og linnti ekki förinni fyrr en hann kom í Kirkjubæ. Séra Einar tók honum frekar dauflega og kvaðst vera búinn að skrifa honum neitunarbréf, þótt ekki væri það komið til skila. En Guðmundi féllst ekki hugur. Elann ítrekaði beiðni sína og lagði mjög að presti um að veita sér viðtöku. Séra Einar spurði hann þá, Iivort hann hygðist verða prestur — eða

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.