Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 97

Andvari - 01.01.1951, Page 97
ANDVARI Mannrétindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 93 3) Foreldrar slculu fremur öðrum ráða, hverrar menntunar böm þeirra skuli njóta. 27. grein. 1) Hverjum manni ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framfömm á sviði vísinda og verða aðnjótandi þeirra gæða, er af þeim leiðir. 2) Hver maður skal njóta lögvemdar þeirra hagsmuna, í and- legum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki, sem hann er höfundur að, hverju nafni sem nefnist. 28. grein. Hverjum manni ber réttur til þess þjóðfélags- og milliþjóða- skipulags, er virði og framkvæmi að fullu mannréttindi þau, sem 1 yfirlýsingu þessari em upp talin. 29. grein. 1) Hver maÖur hefur skyldur við þjóðfélagið, enda getur það eitt tryggt fullan og frjálsan persónuþroska einstaklingsins. 2) Þjóðfélagsþegnar skulu um réttindi og frjálsræði háðir þeim takmörkunum einum, sem settar eru með lögum í því skyni tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir frelsi og réttindum annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæÖi, reglu og velferð almennings í lýÖfrjálsu þjóðfélagi. 3) Þessi mannréttindi má aldrei framkvæma svo, að í bága fari við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna. 30. grein. Ekkert atriði þessarar yfirlýsingar má túlka á þann veg, að nokkru riki, flokki manna eða einstaklingi sé heimilt að aÖhafast nokkuð það, er stefni að því að gera að cngu nokkur þeirra mann- réttinda, sem hér hafa verið upp talin.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.