Andvari - 01.01.1951, Side 82
78
Barði Guðmundsson
ANDVARI
Vors á Hörðalandi. En ekkert einstakt hérað í Noregi á slíka
hlutdeild í íslenzku landnámi sem Vors. Nafngreindir eru tíu
landnámsmenn þaðan, og fjórir Vörsabæir eru kunnir á Islandi.
Mikilvægast er þó, að höldar og hersar skuli teljast til Hálfdana-
stofnsins. Eins og Edvard Bull hel’ir sýnt, eru hersar einkum
vestumorskt fyrirbæri á þessum tímum. A meðal íslenzku land-
námsmannanna, sem flestir komu frá Vestur-Noregi, eru margir
sagðir vera af hersaættum, — synir, sonarsynir eða dóttursynir
hersa. Dæmin eru svo mörg, að með þeim er gefin Ijós bending
um það, að meginstofn íslenzku þjóðarinnar sé frá Hálfdönum
runninn.
Frá fyrstu tíð virðast íslendingar hafa talizt í Noregi höld-
bornir eins og Hálfdanarniðjarnir i Hyndluljóðum. Samningur
sá, sem Ólafur helgi gerði við íslendinga, hefst á orðunum: ,,ís-
lendingar skulu liafa höldsrétt í Noregi". Og hin eldri Gula-
þingslög bera hinu sama vitni. Þar stendur: „íslendingar eiga
höldsrétt, meðan þeir eru í kaupförum, til þeir hafa hér verið
vetur þrjá, og hafa búið hér. Þá skal hann hafa slíkan rétt, sem
menn bera honum vitni til. Allir aðrir útlenzkir rnenn, er hingað
koma til lands, þá eiga búenda rétt, nema þeim heri vitni til
annars".
Ákvæðin um höldsrétt íslendinga í Noregi er ákaflega merki-
legt atriði og ekki sízt vegna þess, að óðalsréttur var aldrei tekinn
upp á íslandi. Þar voru allir frjálsir menn jafnir fyrir lögunum,
gagnstætt því, sem tíðkaðist í Noregi á miðöldum. Höldsréttur
Islendinga í Noregi er vafalaust arfur frá forfeðrum þeirra Hálf-
dönunum, sem myndað hafa yfirráðastétt í Vesturfylkjum Noregs,
áður en þeir fluttust til íslands. Eftir fyrirmynd frá þeim hafa
sennilega hinir veslurnorsku óðalsbændur tekið sér þenna rétt.
Fornlög Noregs taka af skarið um það, að höldsrétturinn var
annar og meiri í þeim landshlutum, sem íslendingar komu aðal-
lega frá en í Austur-Noregi. Þar merkti orðið höldur hið saina
og bóndi, og höldsréttur hið sama og bóndaréttur.
Orðið höldur geymdist í norsku lágamáli sökum þess, að við