Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Síða 82

Andvari - 01.01.1951, Síða 82
78 Barði Guðmundsson ANDVARI Vors á Hörðalandi. En ekkert einstakt hérað í Noregi á slíka hlutdeild í íslenzku landnámi sem Vors. Nafngreindir eru tíu landnámsmenn þaðan, og fjórir Vörsabæir eru kunnir á Islandi. Mikilvægast er þó, að höldar og hersar skuli teljast til Hálfdana- stofnsins. Eins og Edvard Bull hel’ir sýnt, eru hersar einkum vestumorskt fyrirbæri á þessum tímum. A meðal íslenzku land- námsmannanna, sem flestir komu frá Vestur-Noregi, eru margir sagðir vera af hersaættum, — synir, sonarsynir eða dóttursynir hersa. Dæmin eru svo mörg, að með þeim er gefin Ijós bending um það, að meginstofn íslenzku þjóðarinnar sé frá Hálfdönum runninn. Frá fyrstu tíð virðast íslendingar hafa talizt í Noregi höld- bornir eins og Hálfdanarniðjarnir i Hyndluljóðum. Samningur sá, sem Ólafur helgi gerði við íslendinga, hefst á orðunum: ,,ís- lendingar skulu liafa höldsrétt í Noregi". Og hin eldri Gula- þingslög bera hinu sama vitni. Þar stendur: „íslendingar eiga höldsrétt, meðan þeir eru í kaupförum, til þeir hafa hér verið vetur þrjá, og hafa búið hér. Þá skal hann hafa slíkan rétt, sem menn bera honum vitni til. Allir aðrir útlenzkir rnenn, er hingað koma til lands, þá eiga búenda rétt, nema þeim heri vitni til annars". Ákvæðin um höldsrétt íslendinga í Noregi er ákaflega merki- legt atriði og ekki sízt vegna þess, að óðalsréttur var aldrei tekinn upp á íslandi. Þar voru allir frjálsir menn jafnir fyrir lögunum, gagnstætt því, sem tíðkaðist í Noregi á miðöldum. Höldsréttur Islendinga í Noregi er vafalaust arfur frá forfeðrum þeirra Hálf- dönunum, sem myndað hafa yfirráðastétt í Vesturfylkjum Noregs, áður en þeir fluttust til íslands. Eftir fyrirmynd frá þeim hafa sennilega hinir veslurnorsku óðalsbændur tekið sér þenna rétt. Fornlög Noregs taka af skarið um það, að höldsrétturinn var annar og meiri í þeim landshlutum, sem íslendingar komu aðal- lega frá en í Austur-Noregi. Þar merkti orðið höldur hið saina og bóndi, og höldsréttur hið sama og bóndaréttur. Orðið höldur geymdist í norsku lágamáli sökum þess, að við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.