Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 46
42 Barði Guðmundsson ANDVARI brekku fram á sjónarsviðið og lét hann hvetja til ófriðar við Eyjólf halta út frá þeirri forsendu að „Eyjólfur vill nú ganga yfir alla þjóð.“ Vigfús og Hrafn Oddsson voru svilar og arftakar eftir Sturlu Sighvatsson og Jón son hans sem andaðist ungur og barnlaus árið 1254. Má telja víst að misklíð svilanna hafi verið sprottin af átökum þeirra um arfleifð Sturlu og þá eink- um Snorrungagoðorðið. Af Þorgils sögu skarða sést að um 1260 hefir Sighvatur Böðvarsson á Stað átt í deilum við þá báða Vigfús og Hrafn en þeir þó verið ósáttir sín á milli. Höfðu Staðarmenn fyrrurn gert kröfu til hlutdeildar í Snorrungagoð- orðinu og stundum haft ítök í því. En nú hafði Vigfús sezt að á Sauðafelli, sem löngum var höfuðstaður þessa mannafor- ræðis. Árið 1261 var valdaskipting höfðingjanna yfir landinu í höf- uðdráttum þannig: í Vestfirðingafjórðungi réð Idrafn Oddsson langmestu og naut þar að auki trausts og hylli Hákonar konungs gamla. Allur Norðlendingafjórðungur, svo og Árnes- og Kjalar- nesþing laut veldi Gissurar jarls Þorvaldssonar, en Rangárþingi og Austurlandi réðu Oddaverjar og Svínfellingar. Var Þorvarður Þórarinsson þeirra mestur fyrirferðar að völdum og atorku. Til þess að hefta uppgang Gissurar og Elrafns hófst Vigfús Gunn- steinsson handa um það, að koma á samtökum milli annarra höfðingja í landinu. Hann lætur deilur sínar við Sighvat Böðvars- son á Stað niður falla og snýr sér að því, að draga saman sátt með honum og Þorvarði Þórarinssyni í vígsmáli Þorgils skarða, sem vitanlega var lrumskilyrði til framkvæmdar þessa áforms. í Þorgils sögu er þannig greint frá athöfnum Vigfúss veturinn 1261 til 1262: „Vigfús Gunnsteinsson sat að Sauðafelli og höfðu þeir Sig- hvatur þá sætzt á sín mál, og skyldi þar heita hleytivinátta. Milli þeirra Þorvarðs og Vigfúss höfðu farið vináttumál. Þeir fundust að Keldum, og var Vigfús lengi með Þorvarði um veturinn. En er Vigfús kom heim, fann hann Sturlu mág sinn, og bað að Sturla skyldi draga saman sætt með þeim Þorvarði og Sighvati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.