Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 88
84 Barði Guðmundsson ANDVARI en þeir fluttu skáldmenntina til NorSurlanda og mynduðu þar ríki, fyrst á Fjóni og síðan í Upplandi hinu sænska, þar sem hinir fornfrægu staðir Uppsalir, Sigtúnir og Vendill liggja. Af Vendel í Upplandi dregur hin suðræna skreytingartízka nafn sitt. Urn rniðja 4. öld komust Fferúlamir undir yfirráð hins vold- uga Austgotakonungs Ermanariks, sem í Eddukvæðum og Völsungasögu kallast Jörmunrekur. Þegar Ilúnar brutust inn í Svartahafslöndin nokkru síðar, urðu Austgotar að lúta Húna- veldi, og sama virðist hafa orðið hlutskipti Herúlanna. Á rústum hins mikla ríkis Attila Húnakonungs reis upp á síðari hluta 5. aldar öflugt Herúlaríki í Austur-Ungverjalandi. I herferð Ódó- akers til Italíu 476, er vesturrómverska ríkið leið undir lok, tóku Herúlar mikinn þátt og hlutu þar lönd að launum. Tæpum manns- aldri síðar yfirbuguðu Langbarðar ríki þeirra í Ungverjalandi og felldu Hrólf konung þeirra. Þá var það, að sumir Herúlanna tóku sig upp og fluttust til Norðurlanda undir leiðsögn konung- borinna höfðingja, en aðrir leituðu á náðir austrómverska keisar- ans og fengu að setjast að innan ríkis hans. Voru þeir þúsundum saman í þjónustu Byzans-keisara á 6. öld. Finnast þess örugg vitni, að á þeim tíma helzt samband milli Norður- og Suður- Herúla. Um þetta leyti fer að verða vart Vendel-tízkunnar með sínum svínamyndum á Norðurlöndum. Þeirri kenning, sem haldið er frarn af Elias Wessen, að Skjöldungarnir hafi verið Herúlar, verður trauðlega hnekkt. Hefir og H. C. Lukmann nýlega fært hin gildustu rök að því, að Hrólfur kraki sé sami maður og Herúla-konungurinn, sem LangbarÖarnir felldu. Meðal niðja Herúlanna, er fluttu til Norðurlanda um akla- mótin 500, hefir minningin um Hrólf konung geymzt í ljóðum og sögnum. I þeirra augum verður hann „ágætastur allra fornkon- unga“, eins og Snorri Sturluson kemst að orði, en Jörmunrekur og Atli Húnakonungur hljóta fremur lélegt eftirmæli, sem vænta mátti hjá þessum þjóðstofni. Að sjálfsögðu hafa Herúlarnir, sem komu frá Suðurlöndum, staðið langtum framar í menningarlegu tilliti en þeir þjóðstofnar, sem heima sátu. Það munu því vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.