Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 88

Andvari - 01.01.1951, Page 88
84 Barði Guðmundsson ANDVARI en þeir fluttu skáldmenntina til NorSurlanda og mynduðu þar ríki, fyrst á Fjóni og síðan í Upplandi hinu sænska, þar sem hinir fornfrægu staðir Uppsalir, Sigtúnir og Vendill liggja. Af Vendel í Upplandi dregur hin suðræna skreytingartízka nafn sitt. Urn rniðja 4. öld komust Fferúlamir undir yfirráð hins vold- uga Austgotakonungs Ermanariks, sem í Eddukvæðum og Völsungasögu kallast Jörmunrekur. Þegar Ilúnar brutust inn í Svartahafslöndin nokkru síðar, urðu Austgotar að lúta Húna- veldi, og sama virðist hafa orðið hlutskipti Herúlanna. Á rústum hins mikla ríkis Attila Húnakonungs reis upp á síðari hluta 5. aldar öflugt Herúlaríki í Austur-Ungverjalandi. I herferð Ódó- akers til Italíu 476, er vesturrómverska ríkið leið undir lok, tóku Herúlar mikinn þátt og hlutu þar lönd að launum. Tæpum manns- aldri síðar yfirbuguðu Langbarðar ríki þeirra í Ungverjalandi og felldu Hrólf konung þeirra. Þá var það, að sumir Herúlanna tóku sig upp og fluttust til Norðurlanda undir leiðsögn konung- borinna höfðingja, en aðrir leituðu á náðir austrómverska keisar- ans og fengu að setjast að innan ríkis hans. Voru þeir þúsundum saman í þjónustu Byzans-keisara á 6. öld. Finnast þess örugg vitni, að á þeim tíma helzt samband milli Norður- og Suður- Herúla. Um þetta leyti fer að verða vart Vendel-tízkunnar með sínum svínamyndum á Norðurlöndum. Þeirri kenning, sem haldið er frarn af Elias Wessen, að Skjöldungarnir hafi verið Herúlar, verður trauðlega hnekkt. Hefir og H. C. Lukmann nýlega fært hin gildustu rök að því, að Hrólfur kraki sé sami maður og Herúla-konungurinn, sem LangbarÖarnir felldu. Meðal niðja Herúlanna, er fluttu til Norðurlanda um akla- mótin 500, hefir minningin um Hrólf konung geymzt í ljóðum og sögnum. I þeirra augum verður hann „ágætastur allra fornkon- unga“, eins og Snorri Sturluson kemst að orði, en Jörmunrekur og Atli Húnakonungur hljóta fremur lélegt eftirmæli, sem vænta mátti hjá þessum þjóðstofni. Að sjálfsögðu hafa Herúlarnir, sem komu frá Suðurlöndum, staðið langtum framar í menningarlegu tilliti en þeir þjóðstofnar, sem heima sátu. Það munu því vera

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.