Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 96

Andvari - 01.01.1951, Side 96
92 Mannrctindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna ANDVARI 2) Hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreinarálits. 3) Allir menn, sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum rétt- látt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæm lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef þörf krefur. 4) Hver maður má stofna til stéttarsamtaka og ganga í þau til verndar hagsmunum sínum. 24. grein. Hverjum manni ber réttur til hvíldar og tómstunda, og telst þar til hæfileg takmörkun vinnutíma og reglubundið orlof að óskertum launum. 25. grein. 1) Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veilc- indum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert. 2) Mæðrum og börnum ber sérstök vemd og aðstoð. 011 börn, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu félagsverndar. 26. grein. 1) Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðumenntun. Böm skulu vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal öllum standa til boða og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar. 2) Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika ein staklinganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðar- lyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka og að efla starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.