Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 87
andvari
Þjóðin er eldri en íslandsbyggð
83
Freyju. Hið raunhæfa og hnitmiðaða orðalag, sem skáldin nota um
einkenni skrauthjálmanna og hringsverðanna sýnir, að meðal
þeirra, sem þessa gripi báru, hefur norræn skáldmennt í fyrnd-
inni þróazt.
Meginefni Beowulfskvæðisins er komið frá austnorrænum
mönnum. Sama er að segja um Ynglingatal og hetjukvæðin í
Hddu. Þeir, sem í fyrstu lögðu til efniviðinn í þessa ljóðagerð,
Hafa einkum dregið að sér föng um eyjar og strendur Eystrasalts
og af „Suðurvegum", þar sem leiðir Gota og Húna lágu. Nor-
rænar byggðir við Atlantshaf virðast lenda algerlega utan við sjón-
vídd þessara manna. Þaðan er engin sögn og naumast nokkurt ör-
nefni kvæðanna runnið. Þó voru það niðjar Hálfdananna á ís-
landi, sem varðveittu þenna menningararf og juku stöðugt við
Hann. Um leið er þess að minnast, að á þeim tímum, sem sagn-
þóðagerð tekur að blómgazt á Norðurlöndum, verður vart mikils
munar á fomleifaeinkennum vestnorrænna og austnorrænna
Fyggða. Ólíkir menningarstraumar úr suðvestri og suðri leika þá
um Norðurlönd. Það er hinn svonefndi Vendelstíll eða megin-
landsstíll, sem setur svip sinn á skreytingartízku og vopnabúnað
austnorrænna fyrirmanna. Hann er talinn bera glögg ummerki
áhrifa frá Byzans og Italíu og vera frá Suður-Germönum kominn
dl Norðurlanda. Nú þekkj um við með vissu norrænan þjóð-
Hokk, sem hafði náin sambönd við Ítalíu og Byzans á þjóðflutn-
mgatímunum. Það eru Herúlarnir, sem Otto von Friesen og
Sophus Bugge hyggja, að flutt hafi rúnimar til Norðurlanda.
Samkvæmt Prokopios settust suðrænir Herúlaflokkar að í ná-
grenni við Gauta á öndverðri 6. öld. Um aðra þjóðflutninga suð-
rænna manna til Norðurlanda er ekki getið í fomheimildum,
rvorki grískum né rómverskum.
Þegar rætt er um Vendelstílinn og upphaf sagnljóðagerðar á
Norðurlöndum, hlýtur hugurinn að hvarfla til Herúlanna. Á 3.
. Huttust þeir ásamt Gotum til Suður-Rússlands og settust að
við Asovhaf, austanvert við byggðir Gotanna. Þarna áttu Æsir
°g Vanir að hafa búið, að því er Snorri Sturluson hermir, áður