Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 50

Andvari - 01.01.1951, Side 50
46 Barði Guðmundsson ANDVARI ur. Bregður Broddi honum með berum orðum um kynvillu. Verður nú Ijóst, hvers vegna hann kallaði greiðsluna til goðanna argaskatt. Svo ríkt er illmælið um Guðmund í huga þáttarhöf- undar, að hann lætur Brodda velja gjaldinu til allra höfðingj- anna, sem atyrtir voru, þetta nafn. Jafnframt má fara nærri um orsök þess, að Guðmundur er einn sér svívirtur í þáttarlok. Með þeim hætti féll áherzluþungi frásagnarinnar einkum á níðið um hann. Goðarnir sex eru kynntir þannig: „Einn var Snorri goði, annar Guðmundur Eyjólfsson, þriðji Skafti lögmaður, fjórði Þor- kell Geitisson, fimmti Eyjólfur, son Þórðar gellis, sjötti Þorkell trefill Rauða-Bjarnarson“. Allir eru þeir kunnir af öðrum lieim- ildum og einnig búseta þeirra. Ekki miðar höfundur nafnaröð- ina við hana. Má það því athygli vekja, að tveir goðanna skuli vera taldir upp á undan sjálfum „lögmanninum", sem auk þess er látinn vera forgangsmaður í fjárheimtumálinu gegn Olkofra. En lítum nú á Konungsannál yfir árin 1271 til 1277. Þá var einn lögmaður á landi hér, svo sem fyrr hafði verið einn lögsögu- maður hverju sinni, frá því er alþingi var stofnað. Árið 1271 sendi Magnús konungur Hákonarson „til íslands Þorvarð Þórar- insson og Sturlu Þórðarson lögmann og Indriða böggul með lög- bók, og var þá játað konungi þegngildi á íslandi. Þá var og lög- tekinn þingskapabálkur í lögbókinni".2) Á næsta ári getur utan- farar „Árna biskups og Hrafns Oddssonar og Þorvarðs Þórarins- sonar“. Þá segir svo frá árinu 1273: „Utkoma Árna hiskups og Hrafns Oddssonar og Þorvarðs Þórarinssonar . . . Þetta haust var játað á íslandi að Marteinsmessu erfðabálki í lögbók þeirri, er Magnús konunvur hafði sent til íslands, með flutningi Hrafns Oddssonar og Sturlu lögmanns". Loks er svo minnzt utanfarar „Hrafns Oddssonar og Þorvarðs Þórarinssonar og Sturlu lög- manns" árið 1277. Þótt um lögbók og lagasetning sé að ræða, skeikar ekki annálsritaranum í því, að nefna æðstu umboðsmenn konungs a undan lögmanninum yfir öllu íslandi. Aðrar heimildir um Járn-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.